Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 77

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 77
MULAÞING 75 skrárumdæmi eins og það var nefnt í þá daga. Verðlagsskráin var send fjármálaráðuneyti til staðfestingar og birtingar í B-deild stjórnartíðinda. í lögum sagði, að yfirskattnefnd skyldi setja verðlag á búpening þann og innlenda vöru, sem venja er að taka í verðlagsskrá, eftir því peninga- verði, sem henni er kunnugt um, að á þeim hafi verið á s.l. ári ... o.s.frv. sbr. þá lög nr. 16 6. nóvember 1897. Skjölum var þinglýst og þeim aflýst. Það gerði sýslumaður með því að nefna skjölin og geta þess hver væri útgefandi skjals, eigandi þess, teg- und skjalsins (afsal, kaupsamningur o.fl.), fjárhæð skjals og annað er kynni að þurfa til að einkenna skjalið. Sýslumaður friðlýsti öllum æðarvörpum, lögnum og látrum í þinghám þar sem það átti við, þ.e. á þeim stöðum er lágu að sjó. Friðlýsingu skyldi ég sem áminningu til manna um það að virða rétt þeirra er hlunn- indi þessi áttu og þar með forðast að spilla þessum stöðum. Allt frá upp- hafi byggðar á íslandi hefur oft verið barist hart um mat handa fólkinu. Lagasetningu um þau efni er að finna í lögum þjóðveldisins, sbr. Land- brigðisþátt Grágásar. Svolítið skiingileg þótti mér sú skylda sýslumanns að spyrjast fyrir um það hvort nokkur dveldi í hreppnum í ólöglegri lausamennsku. í þinga- ferðum mínum var þessu allsstaðar svarað neitandi af hreppstjóra. Nafn- ið lausamaður er trúlega dregið af því að menn gátu keypt leyfisbréf, sem losaði þá frá þeirri skyldu að vera vistráðnir, en lagaákvæði gilti urn það, væntanlega til þess að forða því að menn yrðu að óþörfu, að mati þeirra tíma, byrði á sveit sinni. Ljósmæður fengu greidd laun sín svo og hreppstjórar. Það sem kallað var manntal í bókun á manntalsþingum var það, minnir mig, að lesin voru upp nöfn gjaldskyldra aðila og innheimtur af þeim skattur s.s. tekjuskattur og eignaskattur. Á þessum sýslumannsferðum mínum um 11 hreppa Norður-Múlasýslu á sumrinu 1945 fór innheimta skatta þannig fram í flestum tilfellum að á þingunum mætti fulltrúi viðkomandi kaupfélags og upplýsti að félagið sæi um greiðslu fyrir gjaldendur þá sem nefndir voru. Þótti mér þetta mikið hagræði þar sem aðeins var krossað við nöfn og upphæðir í stað þess að taka við greiðslu, skipta peningum, gefa til baka o.s.frv. Ljósmæður og hreppstjórar fengu greitt í reiðufé frá sýslumanni og einstaka gjaldendur greiddu í peningum. Þess vegna var ég útbúinn frá sýslumannsembættinu með peningapung allmikinn með skiptimynt. Var það ábyrgðarmikið að gæta fjárins og telja rétt, því engu mátti skeika við skil og uppgjör þegar þingaferðum lauk.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.