Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 60
58
MÚLAÞING
B) Það gefur á bátinn. Guðbjörg Guðbrandsdóttir.
Telpan, sem fæddist á Ási í Fellum vorið 1831, var aðeins fyrsta æviár-
ið með móður sinni, síðan í fóstri að Hamarsseli í fimm ár, ,,tökubarn“
á Búlandsnesi tvö ár, tvö ár í Borgargarði, þrjú ár í Hlíðarhúsi og flyst frá
Krossgerði aftur að Borgargarði 1846. í bemsku fær hún þá vitnisburði
að vera ,,siðleg“ eða ,,efnileg“. Við aðalmanntal 1850 er hún vinnu-
kona hjá Magnúsi ríka á Bragðavöllum í Hamarsfirði en næstu fimm ár
vinnukona hjá Weyvadt verslunarstjóra á Djúpavogi. Hinn 16. mars 1855
eignaðist hún son, sem skírður var Lúðvík. Ólst hann upp á Djúpavogi,
stundum í fóstri en þó meira með móður sinni. Faðir hans var Ólafur
Jónsson í Hlíðarhúsi. Lúðvík var alveg hjá móður sinni og hálfsystkinum
frá 1867 til 1875, var vinnumaður um árabil í Álftafirði, síðan við sjó-
mennsku fram til aldamóta og síðan tómthúsmaður í Hammersminni.
Lést úr krabbameini í maga árið 1912.
Vorið 1857 fór Guðbjörg til Seyðisfjarðar en kom aftur til Djúpavogs
eftir árið. Þá kom einnig á Djúpavog Friðrik Grönvold frá Kaupmanna-
höfn. Hann vann við Djúpavogsverslun. Var jafnan margt fólk þar í hús-
um.
Skjótt er frá því að segja að náin kynni tókust með Guðbjörgu og Frið-
riki. Voru þau gefin saman í Hálskirkju 31. ágúst 1861 en höfðu eignast
tvær dætur áður. Verða böm þeirra talin hér í aldursröð en haldið staf-
setningu kirkjubókar, skrá um fædda og skírða. Undirstrikuð eru þau
nöfn, sem notuð voru daglega og voru íslenskuð í tali og rituðu máli:
1. Frederikke Henriette, f. 21. sept. 1859, lést 26. nóv. 1879 úr lungna-
bólgu.
2. Catinga Charlotta, f. 19. aprfl 1861, lést 1942,
3. Bentine Hansine, f. 21. janúar 1863, lést 12. mars sama ár,
4. Elín, f. 31. mars 1864, lést 9. aprfl sama ár,
5. Hans Kristján Júlíus, f. 13. júní 1865, lést 27. nóvember sama ár.
6. Hansine Christine Frederikke Sopie Caroline Marie Elline, f. 2. nóv.
1866, lést 14. aprfl 1867 (hét sjö skímamöfnum).
7. Julietta Caroline Elline, f. 27. des. 1867, d. 4. janúar 1896.
8. Steinunn f. 13. nóv. 1869, lést 4. júní 1905.
Þrjár af dætrunum náðu alveg fullorðinsaldri. Hér á eftir verður rakinn
æviferill Katinku en þannig var nafn hennar skrifað og borið fram. Frið-
rik Grönvold vann rúmlega 20 ár við verslunarstörf á Djúpavogi, mest
með Weyvadt. Fjölskyldan bjó í húsi, sem nefndist Hlíðarendi. Þar urðu