Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 99
MULAÞING
97
með Elísabetu Jónsdóttur Ólafssonar af Bustarfellsætt, en það dó og
voru þau sökuð um að hafa valdið dauða þess með ógætilegri meðferð.
Alls er talið að hórdómsbrot Gríms hafi orðið fimm og var þá réttvísinni
eftir Stóradómi nóg boðið og þau Guðlaug þá skilin með dómi. Grímur
var svo dæmdur til dauða í héraði fyrir öll sín hórdómsbrot. Það virðist
svo sem Islendingar hafi verið orðnir svo innlifaðir í Stóradóm, að þeir
dæmdu eftir honum, þó hann væri raunverulega fallinn úr gildi í Dan-
mörku, og töldu sjálfsagt að aflífa þá sem sýndu sig fúsa til fjölgunar
mannkynsins. Og skipti þá engu þótt stutt væri síðan þjóðinni fækkaði
um þriðjung í hörmungum Móðuharðindanna. Grímur var svo tvö ár í
fangelsi á Ketilsstöðum á Völlum hjá Páli Melsteð sýslumanni. Voru
þaðárin 1819-21.
Máli Gríms hafði verið áfrýjað til hæstaréttar í Danmörku með ítar-
legri greinargerð frá Páli Melsteð sýslumanni, og sögðu munnmælin að
hann hefði eindregið mælt með sýknun Gríms. Svo er að sjá að Grími
hafi verið sleppt úr haldi á þessum árum, kannske á ábyrgð sýslumanns,
meðan beðið var eftir úrskurði hæstaréttar og herma sagnir að þá sæti
Grímur heima að búi sínu í Leiðarhöfn, en þá laus úr hjónabandinu. Þá
átti Grímur enn bam með Arndísi Hildibrandsdóttur frá Hofi í Fellum og
ekki brást Grími kvenhyllin fremur en áður, en það barn hafði fæðst
andvana.
Danir gáfu sér góðan tíma til athugunar á máli Gríms því mörg ár liðu
þar til sýknudómur var birtur, og það var ekki fyrr en 1828 sem gefið
var út konunglegt leyfisbréf handa Grími að hann mætti giftast aftur.
Giftist hann þá síðustu barnsmóður sinni, Arndísi Hildibrandsdóttur og
varð Grímur nú á ný góður bóndi í Leiðarhöfn, en alltaf var hann að
sögn fremur reikull í kvennamálum.
Þau hjón áttu fjögur börn sem lifðu, Rósu, Grím, Onnu og Hjálmar.
Eins og áður er getið var Grímur mikill skipasmiður og viðaði að sér
rekaviði úr mörgum stöðum. f einni slíkri sjóferð 26. mars 1833 drukkn-
aði Grímur ásamt tveim öðrum, en einum var bjargað. Höfðu þeir róið á
sker í logni og besta veðri. Grímur var þá 44 ára að aldri. Þóttu þá sann-
ast álög huldukonunnar að Grímur mætti ekki una lengi í hjónabandi.
í ætt frá Alfagrími í Leiðarhöfn, Grímsætt í Vopnafirði og víðar, hafa
margir verið góðir smiðir og sönghneigð hefur verið í ættinni allt fram á
þennan dag.