Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 150
148
MÚLAÞING
biskupsstóll átti Hrollaugsstaði og Eiði. Hins vegar áttu Skeggjastaða-
prestar um langan veg að sækja laun sín allt frá Stapaá sunnan Viðvíkur
til Skoruvíkur, því að svo segir í máldaga Skeggjastaðakirkju 1367, að á
þessu svæði “skuli hver bóndi lúka eyri á hverju ári og hver fiskimaður
fjórðung fiska til prestfæðis á Skeggjastaði, milli Stapaár og Skoruvíkur,
en það eru þeir (fiskimenn), sem leggjast í útver til róðra og fara ei heim
að kvöldi, eiga þeir að lúka presti fiskatoll fjórðung fiska.” Á þessum
tíma átti Þorlákskirkja á Skeggjastöðum aðeins áttung í heimalandi, en
7/s hlutar voru bændaeign allt til loka 15. aldar, en urðu þá eign Skál-
holtsbiskupsstóls og hélzt svo fram á 17. öld er staðurinn varð loks
beneficium að tilhlutan Brynjólfs biskups og eignaðist kirkjan þá alla
jörðina, nema Skálholtsstóll átti þriðjung hvalreka, sem síðan hélzt
óbreytt sbr. gildandi landamerkjabréf Skeggjastaða enn í dag.
Þótt víða séu langar bæjarleiðir á Langanesi, mun ei lengra en um 372
km frá Skálum að Skoruvík og telst það akfært sem og öll leiðin frá
Skoruvík til Þórshafnar og frá Skoruvík alla leið út á Langanesfont. En
mjög eru leiðir þessar seinfarnar.
Ýmis ömefni, sem sagnir tengjast em í landi Skomvíkur, t.d. Eng-
elskagjá, Skálakross o. fl. Ei gefst tóm til að segja frá þeim nú.
Hér að framan hefir gleymzt að geta þess, að bærinn Skoruvík stendur
nærri sjó við samnefnda vrk. Land jarðarinnar er víðáttumikið, góð
fjömbeit og útigangur fyrir sauðfé. Þar er mikil eggja- og fuglatekja í
björgum. Skoruvík er talin ein af mestu rekajörðum landsins. Lengi var
þar veðurathugunarstöð og þaðan haft eftirlit með Langanesvita. Jörðin
telst nú eign Jarðeignadeildar ríkisins. Hún fór í eyði 1978. Þar er íbúð-
arhús úr timbri 205 m3 byggt 1950.
Skoruvík var stundum nefnd Sköruvík og þeir, er þar bjuggu nefndir
,,Skörsar,“ en ekki er kunnugt um tildrög eða aldur þess nafns.
Heimildaskrá:
1. Landnámabók fslendingasagnaútgáfan Rv. 1946 bls. 175.
2. Kirknaskrá Páls biskups Dipl. Isl. XII, 3.
3. Magnus Olsen prófessor við háskólann í Osló d. 15. jan. 1963: Þættir um líf og ljóð nor-
rænna manna í fornöld. Hið ísl. bókmenntafél. Rvík 1963. bls. 106-123.
4. Halldór Stefánsson alþm. Austurland I. Ak. 1947, bls. 16-18.
5. Gráskinna hin meiri. II. bd. bls. 33. Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar.
6. Prestaævir Sighvats Borgfirðings (handrit). I.bd.l.
7. Ferðabók Eggerts og Bjama.