Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 23
MÚLAÞING
21
Gestur var bróðir Jóns þjóðsagnaritara í Njarðvrk og bókamaður eins og
ættmenn hans og átti talsvert bókasafn. Eins og áður er sagt er hann tal-
inn fyrirmyndin að Brandi á Bjargi í Heiðaharmi, en hann er ein af eftir-
minnilegustu sögupersónum Gunnars Gunnarssonar.
Aðalbjörg var dóttir Metúsalems bónda á Fossi, Friðrikssonar bónda á
Fossi, Arnasonar bónda á Bustarfelli, Sigurðssonar. Systkin Friðriks á
Fossi voru Metúsalem hreppstjóri á Bustarfelli og Aðalbjörg húsfreyja í
Möðrudal. Ekki verður hér rakin nánar ætt Sigrúnar, hún er fædd 17. á-
gúst 1874, en Bergljót systir hennar var tveimur árum eldri.
Þau Þórður og Bergljót bjuggu fyrst á Fossi, en fluttu þaðan að Þor-
brandsstöðum og bjuggu þar nokkur ár. Þá fluttu þau aftur að Fossi. Þau
eignuðust átta börn en misstu sex þeirra ung. Sá harmsögulegi atburður
gerðist á Þorbrandsstöðum á annan í hvítasunnu 16. maí 1910, að þrjú
stálpuð börn þeirra hjóna drukknuðu í tjöm þar skammt frá bænum.
Börnin voru Aðalbjörg Sigrún 10 ára, Hjördís 9 ára og Gestur 8 ára.
Ekki verður hér rifjað upp hvernig þessi sorgaratburður vildi til, því að
ekki ber heimildum að öllu leyti saman um það. En mér hefur skilist að
þau hafi runnið á sleða fram af skafli ofan í tjörn með leysingarvatni
milli tveggja hóla.
Við jarðarför barnanna sýndi Bergljót sérstakt þrek í sorg sinni. Hún
var frábær söngkona og söng oft einsöng á mannamótum. En þegar hefja
skyldi sönginn í kirkjunni varð hik á athöfninni. Sorgin yfirþyrmdi alla.
Þá stóð Bergljót upp og hóf sönginn, en fólkið sat í kirkjunni í þögulli
leiðslu, eins og undir áhrifum æðri máttar.
Þessi atburður hafði mikil áhrif á þau hjónin, og treystu þau sér ekki
til að búa á Þorbrandsstöðum eftir þetta, en fluttu aftur að Fossi, þar sem
þau höfðu byrjað búskap. Á þessari ættarjörð Bergljótar varð svo fram-
tíðarheimili þeirra og voru þau Stefán og Sigrún alltaf nátengd því.
/ höfuðborginni
í september 1898 fluttu þau Stefán og Sigrún, þá nýlega gift, til
Reykjavíkur. Þar áttu þau heima upp frá því. Austurland kvaddi þau með
hlýjum síðsumarvindum.
Þá var Reykjavík ekki stór borg. Þar þekktust flestir. En það var Aust-
firðingur sem fyrstur skaut yfir þau skjólshúsi. Benedikt Þórarinsson,
kaupmaður og bókasafnari, ættaður úr Breiðdal. Þar fengu ungu hjónin
eitt herbergi, sem bæði var svefnherbergi þeirra og vinnustofa Stefáns.
Þar voru þau fyrsta veturinn.