Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 23

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 23
MÚLAÞING 21 Gestur var bróðir Jóns þjóðsagnaritara í Njarðvrk og bókamaður eins og ættmenn hans og átti talsvert bókasafn. Eins og áður er sagt er hann tal- inn fyrirmyndin að Brandi á Bjargi í Heiðaharmi, en hann er ein af eftir- minnilegustu sögupersónum Gunnars Gunnarssonar. Aðalbjörg var dóttir Metúsalems bónda á Fossi, Friðrikssonar bónda á Fossi, Arnasonar bónda á Bustarfelli, Sigurðssonar. Systkin Friðriks á Fossi voru Metúsalem hreppstjóri á Bustarfelli og Aðalbjörg húsfreyja í Möðrudal. Ekki verður hér rakin nánar ætt Sigrúnar, hún er fædd 17. á- gúst 1874, en Bergljót systir hennar var tveimur árum eldri. Þau Þórður og Bergljót bjuggu fyrst á Fossi, en fluttu þaðan að Þor- brandsstöðum og bjuggu þar nokkur ár. Þá fluttu þau aftur að Fossi. Þau eignuðust átta börn en misstu sex þeirra ung. Sá harmsögulegi atburður gerðist á Þorbrandsstöðum á annan í hvítasunnu 16. maí 1910, að þrjú stálpuð börn þeirra hjóna drukknuðu í tjöm þar skammt frá bænum. Börnin voru Aðalbjörg Sigrún 10 ára, Hjördís 9 ára og Gestur 8 ára. Ekki verður hér rifjað upp hvernig þessi sorgaratburður vildi til, því að ekki ber heimildum að öllu leyti saman um það. En mér hefur skilist að þau hafi runnið á sleða fram af skafli ofan í tjörn með leysingarvatni milli tveggja hóla. Við jarðarför barnanna sýndi Bergljót sérstakt þrek í sorg sinni. Hún var frábær söngkona og söng oft einsöng á mannamótum. En þegar hefja skyldi sönginn í kirkjunni varð hik á athöfninni. Sorgin yfirþyrmdi alla. Þá stóð Bergljót upp og hóf sönginn, en fólkið sat í kirkjunni í þögulli leiðslu, eins og undir áhrifum æðri máttar. Þessi atburður hafði mikil áhrif á þau hjónin, og treystu þau sér ekki til að búa á Þorbrandsstöðum eftir þetta, en fluttu aftur að Fossi, þar sem þau höfðu byrjað búskap. Á þessari ættarjörð Bergljótar varð svo fram- tíðarheimili þeirra og voru þau Stefán og Sigrún alltaf nátengd því. / höfuðborginni í september 1898 fluttu þau Stefán og Sigrún, þá nýlega gift, til Reykjavíkur. Þar áttu þau heima upp frá því. Austurland kvaddi þau með hlýjum síðsumarvindum. Þá var Reykjavík ekki stór borg. Þar þekktust flestir. En það var Aust- firðingur sem fyrstur skaut yfir þau skjólshúsi. Benedikt Þórarinsson, kaupmaður og bókasafnari, ættaður úr Breiðdal. Þar fengu ungu hjónin eitt herbergi, sem bæði var svefnherbergi þeirra og vinnustofa Stefáns. Þar voru þau fyrsta veturinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.