Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 105
MÚLAÞING
103
ust í Seli: Ólöf Margrét Ingibjörg 25/5 1882, Magnína 11/5 1884, Stefán
Ágúst 6/8 1886, kennari á Héraði og í Vopnafirði og Níels 11/4 1889,
bóndi í Húsey. Frá þessu fólki er fjöldi fólks kominn á Héraði og víðar
um land.
Pétur var vinnumaður um hríð á Jökuldal, en fór frá Vaðbrekku 1895
að Gnýstöðum í Vopnafirði. 1896, 5/7 gekk hann að eiga Kristbjörgu
Guðmundsdóttur sem fædd var í Húsavíkursókn nyrðra um 1869. Höfðu
þau kynnst er hún var vinnukona á Jökuldal, og urðu þau samferða í
Gnýstaði. Börn þeirra urðu þrjú, Stefanía, Karl og Sigríður Vilhelmína.
Þau voru í vinnumennsku á Síreksstöðum 1899, en eftir það urðu þau
viðskila og voru á sitt hvorum bænum, og 1901 er hann er á Hofi en hún
á Fossi með Sigríði Vilhelmínu.
Pétur lést í Vopnafirði um 1905 úr lungnabólgu, og eftir það fór ekkj-
an norður til átthaga sinna með dætur þeirra, en Karl mun hafa orðið eft-
ir í Vopnafirði og staðfestist hann þar.
Sigríður Vilhelmína f. 13/3 1899 á Síreksstöðum, átti Steingrím Bald-
vinsson í Nesi í Aðaldal, þeirra dóttir Jóhanna átti Hermóð Guðmunds-
son, bjuggu í Ámesi.
Með komu Stefáns og Sesselju í Sænautasel hófst mikið harðindatíma-
bil sem stóð árin 1880 til og með 1882 og enda lengur, en ekki varð það
til þess að fólkið hrektist þaðan burtu. Faðir Sesselju, Magnús Ásmunds-
son, sem þá var orðinn ekkill, kom til þeirra og mun hafa aðstoðað þau
við kaup á jörðinni, en eigendur voru Kristján Sigurðsson og Jakobína
Pétursdóttur sem þá bjuggu í Víðihólum, Magnús átti sitt ævikvöld hjá
dóttur sinni og tengdasyni, en hann lést hjá þeim hinn 6/5 1891, aðeins
65 ára. Systir Sesselju, Steinunn kom í Sel og var þar eitthvað, en síðar
fór hún vestur um haf.
Á þessum árum munu oft hafa verið 10-12 manns til heimilis í Seli,
og hygg ég að aldrei fyrr né síðar hafi fleiri átt heimili sitt þar.
Stefán bóndi var hagmæltur en lítið held ég að hafi varðveist af kveð-
skap hans. Hann dó á miðjum aldri, varð bráðkvaddur í kaupstaðarferð
til Vopnafjarðar (ullarferð) 26. júní 1892, 51 árs, jarðsettur að Hofi 3.
júlí. Sesselja bjó þó áfram næstu tvö árin með aðfengnum vinnukrafti,
en vorið 1894 tvístraðist fjölskyldan og eldri börnin fóru í vistir í sveit-
inni, en Sesselja vistaðist í Hnefilsdal með tvo yngstu syni sína, þá Stef-
án Ágúst og Níels. Þau voru á nokkurri ferð næstu árin en samt virðast
þau þrjú oft hafa haldið hópinn, og 1907 fóru þau til Seyðisfjarðar frá
Hákonarstöðum.
Vorið 1894 komu að Seli hjónin Guðmundur Þorláksson, f. 19/10