Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Qupperneq 30
28
MÚLAÞING
að endurlífga hina fomu tréskurðarlist. En ,,nafn þitt er með gripum
geymt,“ sagði hinn orðhagi vinur hans.
Segja má svo að lokum, að þjóðin má vera þakklát þeim hjónum, séra
Sigurði og Soffíu á Valþjófsstað, fyrir að eiga frumkvæði að því að Stef-
án komst til náms.
Eftir er þá að ræða um verk Stefáns og stíl hans.
Stíll í myndlist Stefáns
í Óðni 1923 er grein um Stefán Eiríksson og verk hans, eftir V. (Vil-
hjálm Þ. Gíslason). I þeirri grein er meira rætt um stíl í verkum Stefáns
en í öðrum blaðagreinum, sem um hann hafa verið ritaðar.
Þegar Stefán fór til Danmerkur, var hann kunnugur hinum þjóðlega
stfl í myndskurði, sem hér rfkti og áður hefur verið sagt frá. Þá hafði
hann einnig reynt að mynda sinn eigin stfl. En eftir nám sitt í Danmörku
og Þýskalandi skapaði hann sérstakan stíl úr reynslu sinni. Um það segir
í greininni:
,,Úr þessum þáttum öllum saman hefur svo Stefán Eiríksson skapað
myndskurð sinn, úr samruna hins gamla, íslenska tréskurðar og erlendra
áhrifa úr þýskum og dönskum myndskurði. Þetta hefur að mörgu leyti
haft góð og frjósöm áhrif, svo að áhugi manna á tréskurði og skilningur
á honum hefur stórum aukist aftur á síðustu tímum, og það að mjög
miklu leyti fyrir starfsemi Stefáns Eiríkssonar og þeirrar stefnu, sem að
mörgu leyti má segja að hann hafi skapað. Mætti rekja þetta á ýmsan
hátt með dæmum úr verkum hans og lærisveina hans.
Áhrifin frá gamla skurðinum íslenska koma t.d. fram í mörgum ösk-
um hans, en þeir eru nú mjög mikið notaðir til skrauts og gjafa, og
einnig á hvalbeinsstóli hans. Áhrif dönsku kennslunnar sjást hins vegar
t.d. í sveinsstykki hans, áhrif frá gamalli kirkjulegri skurðlist í Ansgar-
töflu hans o.s.frv. Á öllu þessu er þó sérkennilegt, og oft persónulegt
handbragð og blær Stefáns Eiríkssonar sjálfs. Annars er ekki gott að fá
yfirlit um gildi né áhrif þessa starfs Stefáns Eirrkssonar, hvorki sem list-
ar né iðnar, bæði af því að fjöldi verkanna er mjög mikill, og af því að
þau eru dreifð út um allt innan lands og utan.“
Þannig farast greinarhöfundi orð, og er lítið vikið að þessu í öðrum
greinum um Stefán. Þetta er þó merkilegt atriði, sem vert er að athuga í
sambandi við list hans.
Áður er minnst á hvernig hann reyndi ungur að mynda sinn eigin stfl