Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 31
MÚLAÞING
29
og líkja eftir stráum, er hann skar út myndir. Víst er um það, að Stefán
Eiríksson setti alltaf sinn persónulega svip á gripi sína, hvað sem leið
öllum stíltegundum, innlendum og erlendum.
Fáein orð um verk Stefáns Eiríkssonar
Verk Stefáns Eiríkssonar eru dreifð víðsvegar utan lands og innan.
Hér verður aðeins sagt frá örfáum þeirra.
Aður hefur verið skýrt frá prófsmíði Stefáns, skáphurðinni, sem nú er
geymd í Þjóðminjasafni. Lýsingu á henni verður því sleppt hér.
Kunnastur af smíðisgripum Stefáns er hvalbeinsstóllinn frægi í Þjóð-
minjasafni. Hann er allur smíðaður úr hvalbeini. Slíkur gripur er ein-
stæður í sinni röð. A honum er sérstök, fíngerð smíði. Hann hlýtur að
hafa kostað margar vinnustundir, þó að Stefán væri hraðvirkur. Á stóln-
um eru útskornar þrjár vísur, bæði með rúnum og höfðaletri. Meðal ann-
ars þessi gullfallega vísa eftir Þorstein Erlingsson:
Fægt hefur Stefán, fellt og rist,
fremd er það og gaman,
að íslensk hönd og íslensk list
eiga stólinn saman.
Þorsteinn var mikill vinur Stefáns og dáði myndskurð hans. Þegar
Eiðurinn kom út 1913, ritaði Þorsteinn eftirfarandi vísu á eintak sem
hann sendi Stefáni:
Þótt þeir ræni list og ljóð,
lífi og drottins hylli,
verður alltaf fslands þjóð
auður að þinni snilli.
Um kistilinn sem hann gaf prófastshjónunum á Valþjófsstað hefur
áður verið rætt. Hann er ein af frumsmíðum Stefáns og er nú í einkaeign.
Stefán skar marga aska og voru þeir mikið notaðir til tækifærisgjafa.
Af þeim má nefna ask, sem gefinn var danska íslandsvininum P. Feil-
berg af íslenskum vinum hans. Var hann úr dýrindisviði, mjög skraut-
legur, með táknmyndum, Fjallkonuna á lokinu miðju, fálka framan á
því, en dreka í handarhaldsstað.
Annan ask gerði hann handa íslendingi í Vesturheimi. Á hann var
skorin þessi sléttubandavísa eftir Einar Benediktsson: