Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 22
20
MÚLAÞING
En það var líka annað sem dró Stefán austur í Vopnafjörð. Hann var
mikill veiðimaður og stundaði lax- og silungsveiði á hverju sumri í
Hofsá. Bjó hann þá oft á Fossi, en hafði tjald niður við ána. Var Sigrún
þá með bömin heima á Fossi, en Stefán svaf í tjaldinu, og skrapp með
veiðistöngina í ána, en vann að myndskurði á smærri gripum í tjaldinu
þess á milli.
Stefán hefur orðið sögupersóna í skáldverki, þó að ég geti ekki séð
þar, að höfundurinn hafi gert sér ljóst hve merkilegt brautryðjendastarf
Stefán vann í listgrein sinni. Kemur þar meira fram sjónarmið fólksins í
sveitinni, að tréskurður hans sé ekki eins hagnýtt starf og að rækta gras
eða draga fisk úr sjó. Þó munu verk Stefáns verða langlífari en þeirra
sem það sjónarmið höfðu.
I skáldsögum Gunnars Gunnarssonar, Heiðaharmi og Sálumessu, sem
gerast að mestu í Vopnafirði, Heiðinni og á Jökuldal, kemur Stefán Ei-
ríksson víða við sögu, þótt hann beri þar annað nafn. En vegna hins sér-
staka náms hans og starfs fer ekki milli mála við hvern er átt, enda var
Sigrún Gestsdóttir, kona hans, frá því heimili sem sagan snýst mest um,
Fossi í Vopnafirði, sem heitir að vísu Bjarg í sögunni, og foreldrar henn-
ar eru aðalpersónur sögunnar, hetjan Brandur á Bjargi og Una kona
hans.
Það sem sagt er um Stefán í skáldritum þessum er að mestu sögulega
rétt. Þó er þar ein undantekning. I sögunni er Sigrún látin fara til Stefáns
í Kaupmannahöfn og þau látin gifta sig þar. Þegar þau koma heim að
Fossi eftir Hafnarveruna eru þau með tvö lítil börn, en svipað atvik gerð-
ist eftir dvöl þeirra í Reykjavík. (Eins og áður segir giftust þau ekki fyrr
en einu ári eftir að Stefán kom heim).
A einum stað í sögunni er vikið að því, að Stefán hafi ekki verið
hneigður fyrir bústörf, er hann var með foreldrum sínum í Heiðinni.
Hneigðist hugur hans þar snemma að teikningum og myndskurði. f sög-
unni er einnig getið um dvöl þeirra Stefáns og Sigrúnar á Fossi og veiði-
skap Stefáns í ánni. Er það mjög í samræmi við frásagnir dætra Stefáns.
Ekki verður séð að skáldsagan sýni neinar nýjar hliðar á Stefáni eða auki
skilning á honum. Meira túlkar hún undrun fólksins á þessari sérstöku
listgáfu hans.
Foreldrar Sigrúnar konu Stefáns voru Gestur Sigurðsson frá Njarðvfk
og Aðalbjörg Metúsalemsdóttir á Fossi. Gestur var sonur Sigurðar
bónda í Njarðvík, Jónssonar prests Brynjólfssonar er síðast var á Eiðum.