Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 103
MULAÞING
101
Þeirra Sigurðar og Kristrúnar er lítið getið í Ættum, ef undan er skilið
óljóst rugl. Börn þeirra sem fædd voru í Seli fram til 1850 urðu fjögur.
Er þeirra naumast getið í Ættum, utan einnar dóttur þeirra, en börn
þeirra voru: Einar Am., Jakobína, Elísabet Sesselja Am. og Anna Björg.
A þessum frumbýlingsárum, sem og lengi síðan, var oft bæði vinnu-
og húsmennskufólk í Seli auk búenda, og álykta má að snemma hafi ver-
ið risin flest hús sem nauðsynleg voru á býlinu.
Ekki varð löng dvöl landnemanna á nýbýli sínu, því hinn 18. mars
1850 lést Sigurður eftir nær sjö ára búskap. Ekki getur presturinn um
dánarorsök. Um þessar mundir var orðið ljóst að ekki ætlaði amtið að
vera landnemum í Heiðinni innanhandar við landnámið, og um vorið fór
ekkjan burt til átthaga sinna í Fellum með yngsta barn sitt Önnu Björgu.
Anna Björg f. 31/5 1849, giftist í Fellum og átti Guðmund Oddsson,
og bjuggu þau í Kálfsnesgerði. Meðal afkomenda þeirra er Grímur b. á
Stóra-Steinsvaði, en hann var faðir Önnu húsfreyju á Skeggjastöðum á
Jökuldal, konu Jóns Björnssonar frá Hnefilsdal, og er margt ágætisfólk
af þeim Skeggjastaðahjónum komið. Tvö böm Kristrúnar, þau Einar og
Elísabet (Sesselja), urðu eftir á Jökuldal hjá föðurfólki sínu og ólust þar
upp til fullorðinsára, en eftir öskufallið 1875 fóru þau bæði vestur um
haf.
Næstu búendur í Seli voru Sigfús Pétursson, f. 26/5 1813. Péturssonar
frá Hákonarstöðum og Helga Sigmundsdóttir f. 21/11 1822, Ásmunds-
sonar frá Flögu í Skriðdal. Hafði Helga komið úr Skriðdal að Bratta-
gerði vorið 1837 í fylgd móður sinnar og tveggja systkina, en þau töldu
til frændsemi við Magnús Snorrason bónda þar. Systir Helgu, Guðlaug,
varð síðar húsfreyja í Hjarðarhaga, er hún átti Jón Eyjólfsson bónda þar
(1845).
Helga var svo næstu árin vinnukona á Dal, og kynntust þau Sigfús á
þeirri leið. Þau voru gefin saman í Hofteigskirkju 7/10 1848 og voru svo
húsfólk í Brattagerði uns þau fengu ábúðina í Sænautaseli. Þar bjuggu
þau f 14 ár og áttu amk. sex börn sem fóru með þeim að Teigi í Vopna-
firði 1864. Er þau fara frá Seli virðist hefjast þrautaganga hjá þeim með
barnamissi, en ekki er tækifæri til fara út í það hér. Sonur þeirra Gunn-
laugur Árni Björn f. 12/9 1860, átti 1889 Guðnýju Þorsteinsdóttur frá
Hestgerði í Suðursveit og er frá þeim komin ætt (7238), og einnig var
Pétur sem fór vestur um haf, hin munu hafa dáið ung.
Vorið 1864 komu f Sænautasel Gísli Gíslason f. 1811, Eyfirðingur að
ætt, og Steinvör Árnadóttir f. 1822, frá Vindbelg við Mývatn, en áður
höfðu þau m.a. verið á Grímsstöðum og í Möðrudal, og þau voru hús-