Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 75
MULAÞING
73
eyja þegar veðrinu slotaði. Á Óðni voru fimmtán manns. Ekkert fréttist
af skipinu í marga daga og menn voru uggandi um afdrif þess. Fánar
voru því dregnir að hún á Seyðisfirði er það fréttist að Óðinn væri kom-
inn heilu og höldnu til Djúpavogs.
Friðrik Steinsson skipstjóri frá Eskifirði var að sækja 70 smálesta línu-
veiðara (gufuskip) til Noregs og veðrið skall á þá nálægt Færeyjum.
Mátti litlu muna að það skip týndist í hafi. Það komst við illan leik til
Noregs aftur og hafði allt brotnað ofanþilja sem brotnað gat. Meðal ann-
ars eyðilögðust siglingatækin. Þess vegna reyndi Friðrik Steinsson ekki
að sigla til Færeyja í ofviðri og þeim blindbyl, sem var á þeim slóðum.
Það er annars af Guðlaugi að segja og mörgum félaga hans af Rán að
þeir ætluðu að ráða sig á skip sem Hánefsstaðamenn hugðust kaupa.
Guðlaugur minnist þess, að meðan þeir biðu eftir þessu skipi, þá varð
það mikla sjóslys er vélbáturinn Seyðfirðingur fórst nálægt Stöðvarfirði
og fórust allir skipverjar, átta talsins. Þeir voru í blóma lífsins.
Það skip sem kom í stað Ránar nefndist Faxi NS-251 og var 57 rúm-
lestir að stærð. Faxi var byggður í Danmörku árið 1917 og mun vél hans
einnig hafa verið dönsk af gerðinni Vesta, 60 hestöfl. Skrokkur vélar
þessarar var aðeins einn og því feiknastór. Enda var ganghljóð vélarinn-
ar svo hægt að ætla mætti að hún væri alltaf að stöðvast.
Árni Vilhjálmsson var skipstjóri á fyrstu vertíð Faxa við Austurland.
Guðlaugur var enn með Árna ásamt mörgum öðrum skipsfélögum af
Rán. í fyrstu veiðiferð Faxa þurfti að fara til Homafjarðar. Þá varð það
óhapp að straumþunginn í ósnum bar skipið upp á sandrif rétt innan við
Austurfjörutangann. Þar sat skipið fast í vikutíma áður en tókst að ná því
aftur á flot. Síðan heitir þessi grynning Faxaeyri.
Það sem olli því að þetta óhapp varð mjög dýrkeypt, var einkum það
að kælivatnskerfi vélarinnar stíflaðist af sandinum eða leirnum sem
skipið sat á og vélin hitnaði svo mikið að langvarandi vandi varð með
gang hennar. Bilanir vélarinnar ollu miklum truflunum á útgerð Faxa og
veit ég ekki hvort vélin komst nokkurn tíma í gott lag eftir þetta.
Engelhart Svendsen frá Norðfirði var sá sem helst gat fengið vél þessa
til þess að ganga eðlilega. Engelhart var nafntogaður tæknisnillingur og
fór hróður hans víða. Hann var norskrar ættar en kvæntur bróðurdóttur
Vilhjálms á Hánefsstöðum, Þórunni Einarsdóttir frá Hofi í Mjóafirði.
Raunar var þessi vél í Faxa alltaf álitin of lítil, en þetta óhapp fyllti
mælinn, mátti segja, og var því talin ein orsök þess að útgerð Faxa gekk
ekki vel. Eg hefi ástæðu til að ætla að þeir atburðir í Hornafjarðarós, er
frá er sagt hér á undan, hafi átt mikinn hlut í þeim endalokum er síðar