Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 184
182
MÚLAÞING
og glerjuðum. Eftir það fórum við að smíða inni. Kom Jóhann Hansson
vélsmiður á Seyðisfirði og lagði miðstöð, og vann ég við það með hon-
um. Þá vorum við búnir að fá hita í húsið og bjuggum við alveg í því.
x 7
Réði Jónas nú til sín Olaf Guðmundsson í Sleðbrjótsseli, lærðan hús-
gagnasmið eftir 12 ára nám og vinnu í Danmörku. Seinni part þessa
vetrar dó skyndilega Magnús Sigurðsson á Hjartarstöðum og smíðuðum
við utan um hann. Hann var búinn að vera yfirumsjónarmaður fyrir
hreppana og sá um útborgun til Jónasar á kaupi. Kom hann einu sinni í
mánuði til þess verks og því okkur kunnugur að öllu góðu.
Ekki man ég hvenær læknirinn flutti inn, en það var um sumarið 1926
að mig minnir. Eg man að eftir að þegar læknishjónin fluttu, var ýmis-
legt eftir, en Jónas keypti fæði handa okkur af þeim hjónunum sem voru
Ari Jónsson frá Húsavík og Sigríður Þórarinsdóttir frá Valþjófsstað.
Yndislegar manneskjur. I lokin var ég þarna einn við ýmislegt utan húss,
svo sem frárennsli frá húsinu. Man ég að ég gróf meira en mannhæðar-
djúpan skurð niður til lækjarins. Ekki man ég hvað ég lagði í hann. Þó er
eins og mig minni ég smíðaði stokk úr borðum. Ég man að á botni
skurðarins voru stórir steinar langt yfir að vera manntækir. Varð ég að
mylja þá niður með sleggju. Kom þá Ari læknir til mín og sagði: ,,Ég
vildi ekki vera steinn fyrir sleggjunni þinni“ og gekk í burtu. Þetta var
erfitt verk að kasta öllu grjótinu upp á skurðbakkana og fá botninn með
sléttum halla.
Eftir að ég fór frá Hjaltastað voru fengnir tveir múrarar frá Akureyri,
er ég kynntist síðar og eru kunnir menn, Jón og Eðvarð Sigurgeirssynir
(söngkennarar á Akureyri).
Einu hef ég ekki sagt frá svo skýrt sé, en þarf að koma fram. Við dyr og
glugga voru veggir steyptir saman. Þar voru millimótin tekin burt, og sett-
ir flekar á milli ystu og innstu móta með tréklossa til að negla í glugga og
dyrakarma. Síðan þegar karmar voru settir í var hampað með tóhampi
með gluggum og því mjög auðvelt að skipta um glugga ef með þarf.
Það hefur verið minnst á við mig að frárennsli virðist ekkert vera frá
húsinu. Mig minnir að áðurnefndur skurður er ég get um, hafi komið
neðarlega frá austurhlið. Þar er mikið jarðdýpi, og tilvalið að byggja
stóra rotþró er hreinsar frá útrennslinu.
Þess er skylt að geta að felldur er niður kafli úr þessari grein. Þar var um að ræða lýs-
ingu á uppslætti við húsið, illskiljanlega a.m.k. ófaglærðum. f þess stað var samin klausa
um aðalatriði í þessu efni, og er hún innan homklofa. Á.H.