Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 95
HELGI GÍSLASON FRÁ HRAPPSSTÖÐUM
S
Grímur Grímsson (Alfagrímur)
Ætt hans og ævi
Galdraöldin á íslandi stóð meginhluta seytjándu aldar og var stór ör-
lagavaldur margra manna á þeirri tíð eins og sögur og annálar herma.
Þessi ógnaröld galdratrúarinnar og fáfræðinnar leiddi af sér ofsóknir á
hendur einstökum mönnum, sem ýmist leiddu þá á bálið eða á flótta svo
menn fóru huldu höfði í aðra landshluta, eða þá til útlanda, sem dæmi
finnast um í sögu þessarar aldar.
f hinni stóru og fögru sveit Svarfaðardal voru á þessum tíma víst ein
þrjú prestssetur þar af tvö nærri samliggjandi, Tjörn og Vellir. Á Tjörn
var prestur eftir 1636 til um 1664, Jón Gunnarsson frá Tungu í Fljótum,
en kona Gunnars bónda í Tungu, Ingibjörg Olafsdóttir frá Hraunum í
Fljótum Ormssonar. Kona séra Jóns á Tjörn var Helga Erlendsdóttir,
prests á Felli í Sléttuhlíð Guðmundssonar.
Þessi presthjón á Tjörn áttu dóttur þá er Ingibjörg hét. Hún hafði verið
námsgefin á unga aldri og var henni komið fyrir hjá fræðimanni einum í
Eyjafirði, sem reyndar hafði orð á sér fyrir fjölkyngi vegna kunnáttu
sinnar. Hann var kallaður Leki, en hét Leodegaríus og hefur að líkum
verið útlendur. Ingibjörg þessi gekk síðar á ævi undir nafninu “Galdra-
Imba”.
Á nágrannaprestsetrinu Völlum sat séra Jón Egilsson 1622 - 1658.
Séra Jón var sonur Egils prests Ólafssonar á Bægisá og Oddnýjar Sig-
fúsdóttir prests á Stað í Kinn Guðmundssonar, og var séra Sigfús bróðir
séra Ólafs sálmaskálds á Sauðanesi, en kona séra Jóns Egilssonar var
Þuríður Ólafsdóttir bónda í Núpufelli í Eyjafirði, Jónssonar prests í
Laufási Sigurðssonar. Móðir Þuríðar og kona Ólafs í Núpufelli var Hall-
dóra Árnadóttir frá Grýtubakka Magnússonar bónda í Stóradal Árnason-
ar Péturssonar, Loftssonar hins ríka Guttormssonar. En kona Árna á
Grýtubakka og móðir Halldóru var Sigríður Árnadóttir sýslumanns á