Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 59
MÚLAÞING
57
inn” frá heimilinu. Mæðgurnar fluttust 1844 að Háreksstöðum og eru
þar við aðalmanntal 1845. Hinn 16. apríl 1846 fæddi Ingibjörg son, sem
skírður var Jón og faðir tilgreindur áðumefndur Jón Guðmundsson. Arið
1848 eru Jón Guðmundsson, Ingibjörg og drengurinn skráð neðst af
fólkinu á Háreksstöðum og er við nöfn þeirra sérkennileg athugasemd í
sóknarmannatali: “Um þessar 3 síðustu persónur, hverra enga ég en nú
séð hef, en sem hafast við í svonefndu Lindaseli má lesa í eni nýju Mini-
sterialbók fyrir Hofs Prestakall á bls.12.” Jón Guðmundsson hverfur á
brott og í apríl 1850 er Ingibjörg með dreng sinn vinnukona á Gestreið-
arstöðum í Jökuldalsheiði. Við aðalmanntal um haustið eru þau á Mel í
heiðinni. Þar bjuggu þá Jón Guðmundsson, úr Þingeyjarsýslu og Stein-
unn Skúladóttir austan af Völlum. Þau vom á vist á Háreksstöðum 1847,
giftust um haustið og reistu úr auðn á Mel. Þar heitir Tunguheiði og til-
heyrir nú Vopnafirði.
Frá 1845 til 1850 er Elín Katrín talin í fóstri á Háreksstöðum. Eftir það
hverfur hún úr manntölum. Guðbjörg var þessi ár á ýmsum bæjum í
Hálssókn en Jón Jónsson fylgdi móður sinni alla tíð, uns yfir lauk.
Árið 1851 flyst Ingibjörg aftur á Djúpavog og er vinnukona í Hlíöar-
húsi við manntal 1852. Svo fer hún aftur í Háreksstaði 1853 og manntal
1855 segir hana í húsmennsku á Rangalóni ásamt Pétri nokkxum Bjama-
syni. Þau giftast 5. júlí 1857. Aðalmanntal 1860 segir þau í húsmennsku
á Grunnavatni. Enn flytur Ingibjörg að Háreksstöðum og þar lést Pétur
21. júní 1854 (68 ára). Var Ingibjörg um sjö ára skeið í öruggri höfn
hjónabands - og hefur trúlega búið vel að þessum aldraða manni í fátækt
þeirra.
Sumarið 1864 flyst Ingibjörg í þriðja sinn í Hálssókn og er fyrst í hús-
mennsku á Djúpavogi nyrðri, síðan í Hlíðarhúsi, þaðan að Hlíðarenda
árið 1867 og er þar samfleytt til 1879. Jón Jónsson er fyrirvinna móður
sinnar og hefur framfæri af fiskveiðum. Guðbjörg dóttir Ingibjargar var
húsmóðir á Hlíðarenda en fluttist brott árið 1881. Mæðginin vora í
Sjólyst 1880 og 1881, svo tvö ár í Hlíðarhúsi og tvö ár í Stekkjarkofa.
Þar lést Jón úr lifrarbólgu árið 1886, “tómthúsmaður”, fertugur að aldri.
Um það leyti fluttist Guðbjörg aftur á Djúpavog og gat stutt móður sína
síðustu ár hennar. Ingibjörg lést í Stekkahjáleigu 9. júlí 1890 og mun
hafa verið þreytt eftir sérkennilega ævi. Ætla má að besti tíminn í ævi
hennar hafi verið meðan hún var á Hlíðarenda hjá Guðbjörgu dóttur
sinni.