Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 90
88
MÚLAÞING
Bakkafjörður var mér ekki ókunnugur, því þar í flóanum hafði ég
margsinnis áður verið við veiðar, dragnótaveiðar, línuveiðar og rekneta-
veiðar. Bakkaflóinn var fiskisæll og svæðið frá Digranesi að Langanesi
var allmikið sótt af okkur, svo og miðin djúpt þar úti.
Til baka fórum við, ég og Pálarnir, sömu leið, og eftir var einungis eitt
manntalsþing, þ.e.a.s. fyrir Loðmundarfjarðarhrepp. Það var haldið á
Seyðisfirði 21. júlí og því stýrði sýslumaðurinn Hjálmar Vilhjálmsson,
sem nú var kominn til heilsu aftur. Þar með lauk sýslumannsævi minni.
Hestasveinn á Austurlandi
Það var ys og þys í flugstöðinni á Egilsstöðum dag einn á sumrinu
1992. Farþegar og fjöldi fólks beið síðdegisflugsins að sunnan. Ég tók
mér sæti í biðsalnum við hlið Þóru Asmundsdóttur, Guðmundssonar,
fyrrverandi biskups Islands. Asmundur var einnig fyrrum skólastjóri Al-
þýðuskólans á Eiðum.
Við Þóra tókum tal saman og þar kom máli mínu, að ég taldi mig hafa
séð hana og bræður hennar í fyrsta sinni árið 1927, og þá á Eiðum.
Til sannindamerkis minntist ég þess að þá hefði ég í fyrsta skipti á æv-
inni bragðað bananaávöxt hjá þeim bræðrum hennar. ,,Nei, þetta er ekki
rétt munað. Það var árið 1928 er við fengum bananana á Eiðum,“ sagði
Þóra. Þar með komst það á hreint að eftirfarandi frásögn er frá sumrinu
1928.
Ég var á ellefta ári á þessu sumri. Sigurður föðurbróðir minn Vil-
hjálmsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði, sýndi mér það
traust að gera mig að hestasveini sínum á 10 daga ferðalagi um Austur-
land.
Við hófum ferðina í Seyðisfjarðarkaupstað á fögrum, hlýjum og björt-
um laugardagsmorgni á miðju sumri. Fjöllin spegluðust í firðinum,
Kringlunni, sem svo er nefnd. Himinhá stóðu þau þar á höfði með öllu
sínum skrauti.
Hestarnir voru sóttir í haga og komið á þá reiðingi og reiðtygjum. Leið
okkar lá eftir götum og troðningum upp og yfir Fjarðarheiði allt til Norð-
urbrúnar. Þar sveigðum við út og niður hlíðamar í átt til Úthéraðs og
gistum fyrstu nótt ferðarinnar á Eiðastað hjá frænda okkar og vini, Páli
Hermannssyni alþingismanni og konu hans Dagbjörtu Guðjónsdóttur.
Þá um kvöldið bar saman fundum mínum og barna þeirra Steinunnar
Magnúsdóttur og séra Asmundar Guðmundssonar, en við vorum að leik
á Borgarhólnum í túninu á Eiðum. Þetta fólk er þekkt af gáfum og mikl-