Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 90

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 90
88 MÚLAÞING Bakkafjörður var mér ekki ókunnugur, því þar í flóanum hafði ég margsinnis áður verið við veiðar, dragnótaveiðar, línuveiðar og rekneta- veiðar. Bakkaflóinn var fiskisæll og svæðið frá Digranesi að Langanesi var allmikið sótt af okkur, svo og miðin djúpt þar úti. Til baka fórum við, ég og Pálarnir, sömu leið, og eftir var einungis eitt manntalsþing, þ.e.a.s. fyrir Loðmundarfjarðarhrepp. Það var haldið á Seyðisfirði 21. júlí og því stýrði sýslumaðurinn Hjálmar Vilhjálmsson, sem nú var kominn til heilsu aftur. Þar með lauk sýslumannsævi minni. Hestasveinn á Austurlandi Það var ys og þys í flugstöðinni á Egilsstöðum dag einn á sumrinu 1992. Farþegar og fjöldi fólks beið síðdegisflugsins að sunnan. Ég tók mér sæti í biðsalnum við hlið Þóru Asmundsdóttur, Guðmundssonar, fyrrverandi biskups Islands. Asmundur var einnig fyrrum skólastjóri Al- þýðuskólans á Eiðum. Við Þóra tókum tal saman og þar kom máli mínu, að ég taldi mig hafa séð hana og bræður hennar í fyrsta sinni árið 1927, og þá á Eiðum. Til sannindamerkis minntist ég þess að þá hefði ég í fyrsta skipti á æv- inni bragðað bananaávöxt hjá þeim bræðrum hennar. ,,Nei, þetta er ekki rétt munað. Það var árið 1928 er við fengum bananana á Eiðum,“ sagði Þóra. Þar með komst það á hreint að eftirfarandi frásögn er frá sumrinu 1928. Ég var á ellefta ári á þessu sumri. Sigurður föðurbróðir minn Vil- hjálmsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði, sýndi mér það traust að gera mig að hestasveini sínum á 10 daga ferðalagi um Austur- land. Við hófum ferðina í Seyðisfjarðarkaupstað á fögrum, hlýjum og björt- um laugardagsmorgni á miðju sumri. Fjöllin spegluðust í firðinum, Kringlunni, sem svo er nefnd. Himinhá stóðu þau þar á höfði með öllu sínum skrauti. Hestarnir voru sóttir í haga og komið á þá reiðingi og reiðtygjum. Leið okkar lá eftir götum og troðningum upp og yfir Fjarðarheiði allt til Norð- urbrúnar. Þar sveigðum við út og niður hlíðamar í átt til Úthéraðs og gistum fyrstu nótt ferðarinnar á Eiðastað hjá frænda okkar og vini, Páli Hermannssyni alþingismanni og konu hans Dagbjörtu Guðjónsdóttur. Þá um kvöldið bar saman fundum mínum og barna þeirra Steinunnar Magnúsdóttur og séra Asmundar Guðmundssonar, en við vorum að leik á Borgarhólnum í túninu á Eiðum. Þetta fólk er þekkt af gáfum og mikl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.