Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 12
10
MULAÞING
aldurs. Svo undarlega vill til, að á efri árum telur hann sig fæddan einu
ári fyrr. Ekki fellur það saman við kirkjubækur eða eins og hann skráir
það í minnisbók sína í Kaupmannahöfn.
I því sem ritað hefur verið um Stefán, t.d. í blaðagreinum á sextugsaf-
mæli hans, er ekkert að finna um æsku hans, eða hvar hann ólst upp, að-
eins skýrt frá fæðingarstað. Saga hans hefur verið látin hefjast er hann
fór til Kaupmannahafnar til náms 27 ára gamall. Þó er þess getið í einni
stuttri blaðagrein (F.J.), að hann hafi alist upp á Jökuldal. Ég hef því leit-
að í manntölum í kirkjubókum til að fá upplýsingar um dvalarstaði Stef-
áns í æsku. En þeir voru margir, því að foreldrar hans fluttu oft milli
bæja. Mér hefur þótt það forvitnilegt viðfangsefni að rekja spor hans í
Heiðinni og á Jökuldal, þar sem foreldrar hans hafa ýmist barist við fá-
tæktina á heiðarbýlunum eða neyðst til að ráða sig í vinnumennsku á
stórbýlum.
Foreldrar Stefáns voru hjónin Eiríkur Einarsson, fæddur 5. janúar
1834 og Katrín Hannesdóttir, fædd um 1823, dáin 26. maí 1898. Föður-
ættin er af Héraði, úr Fljótsdal og af Jökuldal, en ætt móður hans úr
Reyðarfirði. Eiríkur ólst upp hjá Eyjólfi föðurbróður sínum í Hjarðar-
haga á Jökuldal og dvaldi í þeirri sveit á yngri árum. Einar faðir hans átti
heima á Glúmsstöðum í Fljótsdal.
Eiríkur var kominn út af Þorsteini jökli, sem bjó á Brú um aldamótin
1500, og var Stefán 15. maður frá honum. Þorsteinn jökull var talinn
sonur Magnúsar Þorkelssonar á Skriðu í Reykjadal, er síðar varð sýslu-
maður í Eyjafirði.
Til er saga um Þorstein jökul, þegar “plágan síðari” geisaði um land-
ið og kvistaði niður fólk. Séra Einar Jónsson ættfræðingur á Hofi, segir
þá sögu á eftirfarandi hátt í Ættum Austfirðinga:
“Þorsteinn jökull bjó á Brú á Jökuldal um aldamótin 1500. Það hefur
verið algeng sögn um hann í Austfjörðum, að hann hafi búið þar þegar
plágan mikla gekk 1494-95. Þegar hann spurði til plágunnar flutti hann
vestur á öræfin, að svokallaðri Dyngju í Arnardal, byggði þar bæ og bjó
þar í tvö ár. Meðan plágan stóð sendi hann tvo menn til byggða, sitt árið
hvorn, og kom hvorugur aftur. Þriðja árið sendi hann son sinn; hann sá
bláa móðu yfir dalnum en engar mannaferðir. Þá flutti Þorsteinn að Net-
seli við Ánavatn í Eiríksstaðaheiði og bjó þar í eitt ár. En næsta ár flutti
hann aftur að Brú og bjó þar til elli.”
Sagt er að Eiríkur faðir Stefáns hafi verið myndarmaður og vel verki
farinn og sennilega smiður. Hefur það komið sér vel þegar hann var að
byggja upp á heiðarbýlunum. Sennilegt er að Stefán hafi fengið sínar