Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 107
MULAÞING
105
Jökuldal árið eftir. Fylgdi þeim sonur Guðmundar, Þórður Guðmundur,
f. 16/10 1882, en móðir hans var Petra Jónsdóttir f. 10/9 1850, hún af
Kelduskógaætt í föðurætt, en af ætt Þorsteins tóls í móðurætt. Hafði
Guðmundur Þorláksson átt hann nokkru áður en hann giftist. Þau hjónin
voru nú í vistum á Efra-Dal þar til þau fóru að búa í Sænautaseli. Næstu
árin fæddust í Seli tveir synir þeirra hjóna, Jón Kristinn f. 1895 og Einar
f. 1896. Þau Guðmundur og Guðný bjuggu í Seli næstu 10 árin og á
þeim tíma tóku þau til sín í sambýli húsmennskufólk og einnig vinnu-
fólk.
Er leið að aldamótum virðist sem Ameríkuhugur hafi á ný farið vax-
andi, og hópar fólks tóku sig upp og fóru vestur um haf fyrstu fimm ár
aldarinnar. Guðmundur Þorláksson hafði alla tíð verið í bréfasambandi
við bróður sinn, Helga Thorláksson, sem fór vestur 1880 úr Berufirði og
settist að í Norður-Dakóta. Svo fór að Ameríkuhugurinn varð ofan á hjá
heimilisfólki í Seli sem og hjá ýmsum nágrönnum, og eftir uppboð sem
haldið var á eignum hjónanna vorið 1904 stigu þau á skipsfjöl með syni
sína tvo, þá Jón og Einar, vestur um haf. Þau settust að í Chavalier, N-
Dakóta og eiga þau afkomendur vestur þar. Atvikin höguðu því svo, að
Þórður Guðmundur, sem alinn var upp hjá föður sínum og stjúpu, mun
varla hafa átt þess kost að slást í för með þeim og ekki heldur viljað það.
Svo stóð á að Petra móðir hans var nú á hans vegum, en hún var andsnú-
in Ameríkuferðum. Um aldamótin hafði Guðmundur farið vinnumaður
til sr. Magnúsar Blöndals í Vallanesi, en hann taldi til frændsemi við
hann í móðurætt (ömmur þeirra úr Öræfum hálfsystur), og var hann hjá
honum aldamótaárið. Móðir hans hafði verið vinnukona hjá prestinum
um hríð, og er vistinni var lokið urðu þau mæðgin samferða til Jökul-
dals. Mun Guðmundur hafa tekið þá ákvörðun að vera hennar stoð og
stytta um ókomna tíð. Þau mæðgin voru nú um skeið í vistum á Dal.
Vorið 1904 kom í Sel Benjamín Jónsson frá Háreksstöðum og kona
hans Jóhanna Hallgrímsdóttir, þingeysk, og fjögur börn þeirra, en þau
fóru vestur um haf árið eftir.
Vorið 1905 kom frá Glúmsstaðaseli í Fljótsdal Torfi Hermannsson f.
22/8 1850 og kona hans, Margrét Eiríksdóttir f. 26/10 1856 og fjögur
börn þeirra Sigvaldi 21. árs, Guðný 18 ára, Björg 15 ára og Helga Sig-
ríður 8 ára. Þau fluttu í Hákonarstaði vorið 1907.
Við burtför Torfa komu í Sel þau mæðgin, Þórður Guðmundur og
Petra, og var hún nú um stund ráðskona hjá syni sínum, en Guðmundur
var hér á heimaslóðum. Geta má þess að skilyrði fátæks fólks til búsetu í
hinum nýmynduðu þorpum við sjóinn á þessum tíma voru ýmsum ann-