Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 110
108
MÚLAÞING
Fjölskyldan í Sœanutaseli um 1940. Halldóra Eiríksdóttir og Guðmundur Guð-
mundsson. Börn þeirrafrá vinstri: Sigurjón, Skúli, Astdís og Eyþór. Lára Lárus-
dóttir dóttir Halldóru. Mynd Pétur Guðmundsson.
hafa haft hug á jarðarhluta í Selárdal í Vopnafirði, og maður nokkur, Al-
bert Albertsson, sem lengi hafði verið á Dal og í Heiðinni, hafði við orð
að hann vildi kaupa af honum Selið. En einhverjar hindranir reyndust
vera í vegi, og fór svo að lokum að ekkert varð af skiptunum.
Heimilisfólk í Seli fram til byggðaloka 1943 voru þau hjónin Guð-
mundur og Halldóra og börn þeirra, og einnig Lára Lárusdóttir, en Eirík-
ur Björgvin hafði farið að heiman um 1932 og var ekki heima eftur það.
Lára stundaði um tíma nám við Húsmæðraskólann á Hallormsstað.
Bæir í Heiðinni urðu nokkrir (16), en lengst var búið í Sænautaseli, og
bændur urðu alls níu á 100 (95) ára tímabili. Ljórir bjuggu 10-14 ár, einn
í 7 ár, en aðrir skemur. Síðasti bóndinn, Þórður Guðmundur, bjó í Seli
allan sinn búskap, eða 36 ár, frá 1907 til 1943, og bjó enginn lengur en
hann á sama bæ í Heiðinni, og auk þess ólst hann þar upp frá 12 ára
aldri. Alls voru sex manns sem bjuggu um og yfir 30 ár á sama bæ í
Heiðinni og fluttust að síðustu burt, þar af tveir frumbyggjar, og þeir
voru auk Guðmundar í Seli: Guðjón og Guðrún í Heiðarseli 34 ár, Jón á
Háreksstöðum 32 ár, Þorgerður á Rangalóni 31 ár(frumb.) og Sólveig á
Háreksstöðum 29 - 30 ár. Segja má að þetta fólk hafi vissulega orðið
sigurvegarar í lífsbaráttunni, þótt afraksturinn hafi kannski orðið misjafn
að lokum, enda veganestið með ýmsu móti.
Lítið mun hafa breyst húsaskipan í Sænautaseli frá öndverðu, og hygg
ég að margir veggir séu frá fyrstu tíð að stofni til, og til vitnis um það eru
öskulögin sem komu fram í veggjum er unnið var að endurbyggingu bæj-