Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 120
118
MÚLAÞING
undir múrverk. Einnig var búið að smíða timburhvelfingu undir múrhúð-
un.
Um heyskapartímann var ekkert unnið við bygginguna.
Það er mér óhætt að fullyrða, þótt eg hafi engar tölur þar að lútandi, að
fyrir þetta vorverk fengu þessir verktakar enga krónu.
Um haustið var fenginn maður til að múrhúða kirkjuna. Hét sá Guðni
Þorsteinsson og var frá Reyðarfirði. Hann kom í byrjun 23. viku sumars,
og hafði hann lokið múrverkinu hálfan mánuð af vetri.
Nú var eftir öll trésmíðavinna innan dyra kirkjunnar, svo sem að
leggja gólf, smíða bekki, predikunarstól, altari, skrúðhús o.fl. Þetta verk
önnuðust Stefán Sigurðsson á Sleðbrjót og Sigurður Elíasson Hallgeirs-
stöðum. Stefán hafði lært trésmíði úti í Kaupmannahöfn og átti mikið af
verkfærum, t.d. skrikheflum, sem kom sér mjög vel þegar kom að smíði
á predikunarstól. Sigurður hafði þá nýlega lokið trésmíðanámi hjá Jónasi
Þórarinssyni. Sigurður var talinn vaskleikamaður og vel verki farinn.
Þessu verki var lokið á þorra, og fyrsta góudag 1927 var messað í
kirkjunni, þá óvígðri. Um vorið sama ár afhenti Gunnar á Fossvöllum
kirkjunni orgel að gjöf, prýðilegt hljóðfæri.
Nokkru síðar bárust kirkjunni eftirtaldar gjafir: Frá Guðríði Guð-
mundsdóttur húsfreyju í Sleðbrjótsseli altarisdúkur, mesti kjörgripur, frá
Magnúsi Kristjánssyni Surtsstöðum ljósahjálmur mjög vandaður og frá
kvenfélagi Hlíðarhrepps kom altaristafla árið 1927.
Nú tel eg að upp séu talin helstu atriði viðvíkjandi byggingu Sleð-
brjótskirkju. Strax var ákveðið að gjöra grafreit kringum kirkjuna. í
þann grafreit skyldi flytja þau lík sem búið var að jarða í þeim garði sem
gjörður var 1921. Samþykktu allir nánustu ættingjar þennan flutning, og
25. dag septembermánaðar var þetta framkvæmt og grafreiturinn vígður
sama dag. Athöfn þessi fór fram að fengnu biskupsleyfi.
Sleðbrjótskirkju vígði séra Einar Jónsson prófastur á Hofi í Vopnafirði
hinn 10. júlí 1927.
Séra Sigurjón Jónsson var fyrsti prestur sem þjónaði Sleðbrjótssókn.
Áður þjónaði hann Kirkjubæjarsókn, og var þá Sleðbrjótssókn hluti af
henni. Forsöngvari var ráðinn Bjöm Kristjánsson síðar bóndi í Grófar-
seli og meðhjálpari Kristján Gíslason á Hnitbjörgum.
í seinni tíð hafa kirkjunni borist góðar gjafir: Kvenfélagið gaf font til
minningar um Guðríði Guðmundsdóttur Sleðbrjótsseli, góðan grip, og
systkinin frá Ketilsstöðum í Hlíð, böm Björgvins Vigfússonar og Stef-
aníu Stefánsdóttur, gáfu gólfteppi á alla kirkjuna og prýddi það mjög út-