Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 120

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 120
118 MÚLAÞING undir múrverk. Einnig var búið að smíða timburhvelfingu undir múrhúð- un. Um heyskapartímann var ekkert unnið við bygginguna. Það er mér óhætt að fullyrða, þótt eg hafi engar tölur þar að lútandi, að fyrir þetta vorverk fengu þessir verktakar enga krónu. Um haustið var fenginn maður til að múrhúða kirkjuna. Hét sá Guðni Þorsteinsson og var frá Reyðarfirði. Hann kom í byrjun 23. viku sumars, og hafði hann lokið múrverkinu hálfan mánuð af vetri. Nú var eftir öll trésmíðavinna innan dyra kirkjunnar, svo sem að leggja gólf, smíða bekki, predikunarstól, altari, skrúðhús o.fl. Þetta verk önnuðust Stefán Sigurðsson á Sleðbrjót og Sigurður Elíasson Hallgeirs- stöðum. Stefán hafði lært trésmíði úti í Kaupmannahöfn og átti mikið af verkfærum, t.d. skrikheflum, sem kom sér mjög vel þegar kom að smíði á predikunarstól. Sigurður hafði þá nýlega lokið trésmíðanámi hjá Jónasi Þórarinssyni. Sigurður var talinn vaskleikamaður og vel verki farinn. Þessu verki var lokið á þorra, og fyrsta góudag 1927 var messað í kirkjunni, þá óvígðri. Um vorið sama ár afhenti Gunnar á Fossvöllum kirkjunni orgel að gjöf, prýðilegt hljóðfæri. Nokkru síðar bárust kirkjunni eftirtaldar gjafir: Frá Guðríði Guð- mundsdóttur húsfreyju í Sleðbrjótsseli altarisdúkur, mesti kjörgripur, frá Magnúsi Kristjánssyni Surtsstöðum ljósahjálmur mjög vandaður og frá kvenfélagi Hlíðarhrepps kom altaristafla árið 1927. Nú tel eg að upp séu talin helstu atriði viðvíkjandi byggingu Sleð- brjótskirkju. Strax var ákveðið að gjöra grafreit kringum kirkjuna. í þann grafreit skyldi flytja þau lík sem búið var að jarða í þeim garði sem gjörður var 1921. Samþykktu allir nánustu ættingjar þennan flutning, og 25. dag septembermánaðar var þetta framkvæmt og grafreiturinn vígður sama dag. Athöfn þessi fór fram að fengnu biskupsleyfi. Sleðbrjótskirkju vígði séra Einar Jónsson prófastur á Hofi í Vopnafirði hinn 10. júlí 1927. Séra Sigurjón Jónsson var fyrsti prestur sem þjónaði Sleðbrjótssókn. Áður þjónaði hann Kirkjubæjarsókn, og var þá Sleðbrjótssókn hluti af henni. Forsöngvari var ráðinn Bjöm Kristjánsson síðar bóndi í Grófar- seli og meðhjálpari Kristján Gíslason á Hnitbjörgum. í seinni tíð hafa kirkjunni borist góðar gjafir: Kvenfélagið gaf font til minningar um Guðríði Guðmundsdóttur Sleðbrjótsseli, góðan grip, og systkinin frá Ketilsstöðum í Hlíð, böm Björgvins Vigfússonar og Stef- aníu Stefánsdóttur, gáfu gólfteppi á alla kirkjuna og prýddi það mjög út-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.