Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 41
MÚLAÞING
39
streng sem nota átti til einangrunar í frystihúsið. Þeir áttu að skila hon-
um þurrum að byggingarstað. Megnið af strengnum var rist í svokallaðri
Gerðisblá, sem er skammt innan við þorpið.
Þetta þótti allgóð einangrun.
Um vorið var svo hafist handa um breytingu á fiskihúsinu og bygg-
ingu annarra húsa.
Ráðnir voru tveir smiðir, Jón og Jónas Stefánssynir frá Öndólfsstöðum
í Reykjadal, hörkuduglegir menn.
Seinna um sumarið voru svo fengnir fagmenn til að leggja frystikerfi í
húsið, leggja fyrir rafmagn, setja niður vélar og fleira.
Auk þess unnu svo allmargir Vopnfirðingar við þetta.
Öllu þessu var lokið upp úr 20. september og hófst þá slátrun í nýja
húsinu.
Má það teljast einstakt afrek að ljúka verkinu á svo stuttum tíma.
Dagslátrun var 450 dilkar.
Sláturhússtjóri var ráðinn Jakob Benediktsson, Rauðhólum, matsmað-
ur Sigmar Jörgensson, Krossavík og vélamaður Sigurður Þorsteinsson,
Purkugerði. Allir bændur úr Vopnafirði.
Kaupfélagsstjóri var Ólafur Methúsalemsson Bustarfelli.
Við slátrun unnu svo karlmenn úr Verkalýðsfélagi Vopnafjarðar.
Kvenfólk kom þar ekki nærri.
Fram til þessa var ekkert skipulag á slátrun og komu bændur með fé
sitt til slátrunar þegar þeim þótti sér best henta. Þetta olli oft miklum
vandræðum og leiðindum og þurftu menn oft að bíða 1 -2 daga eftir að fá
fénu slátrað, eftir að það var komið á sláturstað.
Með tilkomu nýja hússins var því tekið upp það fyrirkomulag að raða
niður slátruninni, svo hver bær fékk sinn ákveðna dag. Þetta fyrirkomu-
lag er enn í gildi og mun engum koma til hugar að breyta því.
Nokkrum árum seinna var svo byggð allstór frystigeymsla við suð-
austurhlið frystihússins.
Fram til þessa höfðu aðeins verið tveir flokkar af dilkakjöti, skrokkar
sem vigtuðu 25 pund (12,5 kg) og þar yfir fóru í fyrsta flokk, en skrokk-
ar sem voru undir 25 pundum fóru í annan flokk.
Með tilkomu nýja hússins og frystingu á kjöti var tekin upp ný flokk-
un, og skiptu nú flokkarnir nokkrum tugum og þurfti töluvert nám til að
komast til botns í öllum þessum frumskógi af flokkum.
Þetta sláturhús var svo í notkun til ársins 1949.
Eins og áður segir, sá Verkalýðsfélagið alfarið um slátrunina haustið
1932. Svæði verkalýðsfélagsins var aðeins Vopnafjarðarkauptún, íbúar í