Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 130
128
MÚLAÞING
mjaðmarhæð þarna á rákarbrúninni. Ég reyndi að átta mig á öllum að-
stæðum. Fyrir ofan mig var bergið ókleift á hægri hönd, en dauðinn á þá
vinstri. Ég fór að finna til skjálfta í fótunum, sem er öruggt hræðslu-
merki. Skjálftinn óx og færði sig upp eftir líkamanum. Ég var að yfir-
bugast. An þess að gera mér grein fyrir, setti ég lófa hægri handar á
slétta flötinn á snösinni, setti á mig sveiflu og kastaði mér fram fyrir
klettasnösina. Ég hef aldrei getað gert mér grein fyrir, hvað kom mér til
þess að framkvæma þetta stökk út í - að mér virtist - opinn dauðann. En
þegar ég áttaði mig eftir stökkið lá ég á hægri hliðinni í rákinni
hinumegin við ófæruna. Eftir það var leiðin greiðfær það sem eftir var
rákarinnar.
Þegar ég komst upp á fjallshrygginn vestan Snjófjallstindsins, sá ég á
eftir þeirri tvílembdu niður í Elánefsstaðadalinn. - Flún fékk að fara sína
leið. Ég hef oft hugsað til þessarar fjallaferðar - þessarar glæfraferðar
sem endaði svo giftusamlega.
Ferðin um rákina var farin að ástæðulausu. En er það ekki einmitt svo,
sem mörg slysin virðast vilja til, þegar sem minnst ástæða virðist vera
fyrir því að þau þurfti að eiga sér stað? Það var líkast því sem æðri mátt-
ur lyfti mér yfir ófæru þessa, og tel ég mig eiga það Guði mínum einum
að þakka að ég beið ekki bana í þetta sinn. Og eitt er víst, “ekki verður
feigum forðað né ófeigum í hel komið”.
Fáheyrð tónbrigði
Ég var eitt sinn viðstaddur “tónleika”, sem ég að vísu ræð engum til að
sækjast eftir að hlusta á, þótt þeir yrðu mér ógleymanlegir, af þeirri ein-
földu ástæðu að ekkert væri sennilegra en að þá væri síðasta stund upp-
runnin. Skal ég nú gefa nánari skýringu á tónleikum þessum, eða réttara
sagt tónbrigðunum.
Það var komið fram undir jólaföstu. Ég var sendur stutta bæjarleið til
þess að sækja þangað utansveitarkind og færa hana heim að Þórarins-
stöðum. Kind þessi var geymd í kofa, sem stóð niðri í fjöru skammt utan
við húsið Melbæ á Þórarinsstaðaeyrum.
Upp af fjörunni við kofann var brött grasbrekka og nokkur snjór í
brekkunni. Brá ég sauðbandi um kindina og hugðist leiða hana þannig.
Þetta var fullorðin ær. Þegar ég var kominn örskammt upp í brekkuna,
svo sem 10 metra, sá ég hvar litlum árabáti (skektu) var róið af tveim
mönnum skammt frá landi, með fram fjörunni beint á móti þeim stað
sem ég stóð á. Allt í einu kemur fuglahópur fljúgandi innan fjörðinn og