Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 96
94
MULAÞING
Hlíðarenda Gíslasonar. Móðir Áma á Grýtubakka var Þuríður, laundóttir
Sigurðar prests á Grenjaðarstað Jónssonar biskups Arasonar.
Sonur séra Jóns Egilssonar og Þuríðar Ólafsdóttir frá Núpufelli hét
Ámi. Hann varð prestur og þeir nágrannaprestar á Tjöm og Völlum giftu
saman böm sín og varð Ingibjörg á Tjöm kona Árna.
Séra Ámi var áður prestur að Ríp og Viðvík í Skagafirði um 1650, síð-
ast var hann prestur á Hofi á Skagaströnd, en þar verður séra Árni fyrir
þeim ósköpum að 1680 er hann sakaður um galdra, en meira var þó
kona hans Ingibjörg sökuð um fjölkyngi af almenningsálitinu. Séra Árna
var þó í máli sínu dæmdur tylftareiður, en svo er að sjá að séra Ámi hafi
ekki treyst því að hann kæmi fram synjunareiðnum, því hann hvarf nú
að heiman frá Hofi og vissu menn ekki hvert hann myndi hafa farið. Nú
leið ekki á löngu áður en maddama Ingibjörg tók sig upp með böm sín
og fór sveit úr sveit austur um land og þóttist af kunnáttu sinni rekja slóð
manns síns og staðnæmdist hún ekki fyrr en í Loðmundarfirði. Þar taldi
hún að slóðin hyrfi til sjávar, enda fréttist það löngu seinna að séra Ámi
hefði komist til Englands. Ingibjörg staðnæmdist síðan í Loðmundarfirði
til æviloka og ýmsar sögur gengu af fjölkyngi hennar þar eystra.
Hún var hjá Þuríði dóttur sinni á Nesi í Loðmundarfirði fyrir 1703.
Árni prestur kom aldrei til íslands aftur svo vitað sé, en Ingibjörg kona
hans og börn þeirra bjuggu eftir þetta á Austurlandi og eru fjölmennar
ættir frá þeim komnar.
Börn þeirra séra Áma og Ingibjargar voru, Gunnar sem var fyrst lengi
sýsluskrifari hjá Jóni sýslumanni Þorlákssyni, en vígðist aðstoðarprestur
að Stafafelli í Lóni árið 1696. Hann fékk svo Stafafell 1698, en missti
kallið 1699 fyrir barneign. Lékk þó Meðallandsþing 1700, en dó 1704.
Hann átti Þórunni Guðmundsdóttur prests á Hofi í Álftafirði Guðmunds-
sonar af Sauðanesætt. Ekki er kunnugt um böm þeirra, en einhver ætt
mun frá þeim komin. Gísli og Margrét eru bæði ókunn.
Þuríður Árnadóttir átti Guðmund Oddsson bónda á Nesi í Loðmundar-
firði. Hún þótti væn kona og kvenskörungur, en vita þótti hún lengra
nefi sínu eins og móðir hennar, en notaði kunnáttu sína betur til heilla en
hún. Þuríður bjó ekkja á Nesi 1703, 43 ára, með sonum sínum Jóni 19
ára og Oddi 15 ára. Hin fjölmenna ætt á Austurlandi, Galdra - Imbuætt-
in, er einkum talin frá Oddi. Oddur Guðmundsson er fæddur 1688, bjó á
Nesi góðu búi eftir móður sína. Kona hans hét Þuríður Jónsdóttir frá
Brimnesi í Seyðisfirði Ketilssonar. Þau hjón drukknuðu ásamt tveim
bömum sínum, Snjólfi og Guðrúnu, ofan um ís á Loðmundarfirði á
páskadagsmorgun 1745 á leið til Klyppsstaðarkirkju.