Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 204
202
MULAÞING
Orka hans, en orðin fá,
er nú þekkt í fjörðum.
Hann var alltaf Ara sveinn,
út af honum gjörður.
Rataði held eg annar einn
eigi betur vörður.
Þyrfti Ari einhvern krók
út um vegaleysur,
stefnu Jón á staðinn tók,
stóðust allar reisur.
Hreppstjórinn í Hnefilsdal
hingað þreytti jóa.
Illa kunni hann ástatal,
- en útreikninga nóga.
Tók hann örk og blýantsbút,
brosti og fór að deila.
Síðan kom nú summan út,
sagði eg væri keila.
Hrósa mætti eg happi þó,
hefði ‘ann mig nú vegið.
Slíkan finna fisk úr sjó,
flestir hefðu þegið.
Gísli kom og bjó til brag,
best til höfðingjanna.
Það var allt um þetta “fag”
þeirra heiðursmanna.
Hér ‘ann oft um heiði fór,
hending við mig þuldi,
- hristi af sér hríðarkóf
hvernig sem hann buldi.
Stundum komu stórir menn,
strákinn í sér bældu.
Af freistingum og sið í senn
sífruðu þeir og vældu.
Glaðir voru gangnamenn,
gjörðust fljótt ódælir,
lítið flott og frekir í senn.
Fari þeir nú sælir.
Hallgrímur með sambandssvip
sveif að mínu hlaði.
Þau voru mjúk og greið hans grip,
gjörði hann allt með hraði.
Ekki skorti atlætið
eða ljúfa gleði.
Samt ei fékkst, að sambandið
setti hann að veði.
Sólin skein, og fjöllin fríð
fögnuðu þessum manni,
enda hafði ‘ann alla tíð
ást á þeirra ranni.
Guðbrandur var honum hjá,
Hallgeirseyjar goði.
Hann og “Tíminn” hétu þá
hreinlega þjóðar voði.
Enn varð þetta Brandi best,
bar nú til í sögu.
Um ‘ann hafði Arni gert
eina litla bögu.
Arni brá nú oft á glens,
enda maður glíminn,
svo þau fengi sveifluskens
“sambandið” og “Tíminn”.
Krækju sinni Brandur brá,
breyttist nokkuð glíman.
Það sem eftir þama lá,
það var fyrir “tímann”.
Seinna þessir sómamenn
sendu fjöllin yfir