Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 203
MÚLAÞING
201
Lét hann svo í legginn minn
ljúfa amorsbögu.
Ef svo hefðu margir menn
Múlaþingið troðið,
þá væri nú öllum enn
upp á nokkuð boðið.
Hingað kemur Bensi brátt
beint í opna skjöldu.
Blossann undan Blesa hátt
ber á Hofteigsöldu.
Fógetinn, sem fríður hér
forðum kom unt veginn,
það fer ekki úr minni mér,
maðurinn varð svo feginn.
Ef eg nafn hans lýðum les,
lítið mun hann þakka,
Jæja, hann hét Jóhannes
- eg læt það nú flakka.
Hingað kom nú Hermannsson
- Hlíðarfjöllin sungu -
Heitir Páll - og hvers er von?
hann er líka úr Tungu.
Á ‘onum eg alla von
óðar viidi festa,
af því Páll minn Olafsson
átti forðum hesta.
Eyrun - þennan undrahljóm -
á mér lét hann skafa.
Svona tal og svona róm
sumir ekki hafa.
Hvannár-Jón um heiðar ber
hratt, sem marga slíka.
Þegar “stormur” stendur hér,
strýkur Jón n ír líka.
Hvannár-Jón eg held að best
hafi dugað tíðum.
Er ‘ann ekki hafði hest,
hann kom þá á skíðum.
Eitt sinn hér hann ungur fór,
að sér lét hann kveða.
Dugði bæði skap og skór,
skippund dró á sleða.
Ertu kominn, Ari minn?
Allir mest þig dáðu.
Kosta eg öllu á kærleik þinn,
komdu bara og sjáðu.
Ari sagði: “Allt hjá þér
er nú mikið sýnum.
Fönn og geislar faðmast hér
fyrir augum mínum.”
Svona er Ari alla stund
undra hreinn í geði.
Sjái hann lóu sitja á grund,
sér hann dýrð og gleði.
Hér kom Blandon hýr á brá,
hann er engin molla.
Skrifar bæði og semur sá
sýsluprótókolla.
Oft var það, að Blandon bar
bros á hvarmi ljósum.
Undir því var alls konar
ástamál í rósum.
Setti Ari eitthvert þing
út af skuldamálum,
skrifar Blandon - sem eg syng
svo er öl á skálum.
Jón var einnig Firði frá
frækn í öllum gjörðum.