Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 36
34
MÚLAÞING
mökkur rauk fyrir gluggann svo að rökkri sló yfir í baðstofunni. Snorri
henti frá sér harmonikkunni og þaut út í bylinn til að bjarga fénu. Það
tókst giftusamlega, enda hafði fyrirhyggjusamur húsbóndi sent ungling
fyrr um daginn til að huga að því, og var hann kominn með æmar heim
á leið þegar veðrið brast á.
Fólkið frá Ketilsstöðum og Bakkagerði var auðvitað kyrrsett í Húsey
og ekki hugsað til heimferðar fyrr en veðrið lægði.
Seint um kvöldið létti nokkuð í hríðarmökkinn og kom þá heim í Hús-
ey Guðjón Þórarinsson bóndi í Bakkagerði. Hafði hann farið að heiman
um daginn áleiðis austur á Höfða ríðandi með trússhest í togi að sækja
sitt af hvoru tagi til heimilis.11 Guðjón lenti í veðrinu er hann kom austur
fyrir Jökulsá, en af tilviljun rakst hann á gömul beitarhús frá Húsey og
lét þau skýla sér þar til um kvöldið að rofaði svo til að ratljóst varð.
Daginn eftir var komið bjartviðri þótt strekkingur væri nokkur fyrri-
hluta dags, og ekki er um annað kunnugt en að heimferðin frá Húsey
hafi gengið að óskum.
Frá Bakkagerði er þá sögu að segja, að um daginn þegar bylurinn skall
á var Jóhann Magnússon einn heima. Fór hann strax að reyna að ná fénu
í hús. Fann hann það og kom því heim undir tún, en var þá þrotinn að
kröftum, enda nokkuð við aldur og þoldi illa alla áreynslu sökum gigtar.
Við illan leik skreið hann heim túnið og náði bæjarhúsunum. Þar sem
veðrið lægði daginn eftir fórst ekkert af fénu, enda þótt sumt af því hefði
hrakið niður undir Eyjasel. A Ketilsstöðum var vinnumaður, Vilhelm
Kjartansson að nafni, og náði hann öllu fé þar í hús.
Ekki var allt fólk jafnvel sett og ballfólkið í Húsey þegar bylur þessi
skall á, og skal nú vikið að þeim hrakförum sem raunar eru aðalefni
þessarar frásagnar.
Um þessar mundir var vinnukona í Grófarseli í Jökulsárhlíð að nafni
Ragnhildur Sigurðardóttir. Þennan dag lagði hún af stað ríðandi frá
Grófarseli ætlaði út í Ketilsstaði til að hitta kunningjafólk sitt, en hún
hafði verið þar vinnukona áður. Ragnhildur mun hafa verið 25-30 ára að
aldri þegar þetta gerðist. Hún var klædd peysufötum eins og tíðkaðist
meðal kvenna í þá daga. Auk þess var hún í reiðfötum eins og sjálfsagt
þótti þegar ferðast var ríðandi. Reiðfötin voru treyja og skósítt pils. Þá
var Ragnhildur á stígvélaskóm eins og spariskór voru þá kallaðir. Af
þessu má sjá að Ragnhildur var ekki klædd sem best hentaði til að vera
úti í stormi og stórhríð, pilsin tóku á sig veður og skórnir trúlega hálir.
''Verslun var á Krosshöfða við Selfljótsós um þessar mundir.