Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 17
Einar J. Long
Þetta var um það leyti sem við yngri
systkinin á Hallormsstað litum dagsins ljós
eitt af öðru og við Gunnar nær samtímis.
Móðir okkar treysti Einari fyrir ungviðinu
og áður fyrir Þórhalli yngsta hálfbróður
okkar. Gerðist Einar gæslumaður okkar
krakkanna og fóstri, kenndi okkur að lesa
og skrifa og stytti okkur stundir með sögum.
Eins og góðra kennara er háttur setti hann
nokkurt mark á nemendurna sem tóku
óspart málstað hans þætti þeim á hann
hallað.
Húsmæðraskólinn á Hallormsstað var
hluti af ríki Einars. Þangað fór hann oft
tvisvar á dag í sendiferðir, stundum kannski
að yfirvarpi, því að hann naut félagsskapar
af námsmeyjum og kennurum. Stofnendur
skólans, Sigrún og Benedikt Blöndal, sýndu
honum skilning og vináttu og ekki síður
Þómý Friðriksdóttir og Hrafn frændi hans
Sveinbjarnarson en hjá þeim dvaldi hann á
Hjalla síðustu ár sín á staðnum.
Þótt Einar Long virtist einstæðingur og
væri bláfátækur alla sín tíð var hann vin-
margur og naut félagsskapar við fólk, unga
og aldna, gesti og gangandi hér á Hallorms-
stað fram undir það síðasta. Hann var
fyrirmannlegur öldungur, lengst af réttur í
baki, með yfirskegg og gráan hökutopp og
stór, brún augu sem hann erfði frá móður
sinni. Síðasta árið sem hann lifði dvaldi
hann á Elliheimilinu Grund. Það var fyrsta
og eina ferð hans í höfuðstaðinn. Einar
kvaddi sæll lífdaga 26. nóvember 1957
kominn á 89. aldursár. Hann fékk hvílu hér
í þessum garði. Ári eftir andlát hans fæddist
okkur Kristínu sonur sem ber nafn hans.
Nú færð þú á leiðið þitt fóstri stein sem
vonandi geymir nafn þitt næstu aldirnar.
Hvíldu áfram í friði.
HG
Hvað er í koffortinu? Hjalti Einarsson í hlutverki.
Einar Hjörleifsson sem her nafn Einars Long.
15