Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 19

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 19
Minningarbrot um Einar J. Long Ég rifja hér upp ýmislegt frá fyrstu árun- um sem ég man eftir Einari Long. Hvenær þessar myndir byrjuðu að festast í huga manns skiptir litlu máli, en hafa má í huga árin fyrir og upp úr 1940. Þetta eru árin þegar Einar gætti mín og Hjörleifs tvfbura- bróður míns á Hallormsstað, hafði ofan af fyrir okkur með sögum, kenndi okkur að lesa og draga til stafs og rölti með okkur upp í Húsmæðraskólann á Hallormsstað þar sem allt iðaði af öðruvísi lífi en á æsku- heimili okkar þar á staðnum. Við tvíburarnir vorum tengdir Einari afar sterkum böndum og má því segja að hann hafi deilt uppeldishlutverkinu með móður okkar. Svo stóran þátt átti Einar í uppeldi og umsjá með okkur á þessum árum að ég hygg að við höfum verið mun hænd- ari að honum en föður okkar. Nafngiftin „fóstri“ er í samræmi við þennan veruleika. Við vorum áreiðanlega ekki háir í loftinu þegar móðir okkar bað Einar að hafa ofan af fyrir okkur stund og stund. Mér finnst rök- rétt að ætla að fæðing Lofts bróður í apríl 1938 hafi valdið hér nokkrum þáttaskilum; við Hjörleifur, þá tveggja ára og fimm mánaða, og Margrét systir, fimm og hálfs árs. Það var því í mörg horn að líta hjá móður okkar og sjálfsagt foreldrunum báð- um. Vinnukonur höfðu líka nóg annað að sýsla og mikilvægt að einhver gæti létt undir með móður okkar og þeim við bama- gæslu part úr degi. Hér hafði Einar fengið nýtt hlutverk í stað vinnumennsku sem hann áður stundaði. Einar Long uppábúinn. Líklega skömmu áður en hannflutti til Reykjavíkur 1957. Ljósm. óþekktur. Hvernig leit Einar út? Einar var fríður maður, beinn í baki og spengilegur þótt kominn væri hátt á sjötugs- aldur þegar hér var komið sögu. Hárið var tekið að þynnast í hvirflinum en hann greiddi snyrtilega yfir skallann. Grátt skeggið og loðnar augabrúnir gerðu mann- inn mikilúðlegan og höfðinglegan í senn. Einar var vel meðalmaður á hæð, sívalur á vöxt, óvenju siginaxla og dálítið feitlaginn á skrokkinn en þó án ístru. Ennið var hátt og hvelft og nefið fallega lagðað. Vegna höku- skeggsins virtist andlitið dálítið niðurmjótt og ekki laust við að hann væri kinnfiska- soginn. Augun voru brún og í þeim sérstak- ur glampi sem bar vott um skerpu og fhygli, en stundum brá þar fyrir samblandi af háði og glettni. Kompan hans Einars Þegar ég man fyrst eftir Einari hafði hann til umráða lítið kvistherbergi í nýju álmu hússins sem byggt var 1928. Þessi litla skonsa var gjarnan kölluð Einarskompa og hún varð snemma einskonar barnaheim- ili okkar yngri systkinanna. Upp í þetta her- bergi lá brattur stigi. Við vorum áreiðanlega ekki há í loftinu þegar við fórum að príla upp þennan stiga. Þegar upp á skörina kom var kompa Einars á vinstrihönd. Þetta var sannkölluð kompa, stærðin ekki nema á að giska 2 x 2,5 metrar, klædd blámáluðum panel. Kytran var að mestu leyti undir súð en kvistgluggi, sem vissi mót suðvestri, bjargaði því að fullorðnir gátu vel staðið uppréttir undir kvistinum. I herberginu var fábrotin innrétting og ekki margir hús- munir. Ekki var pláss fyrir stól og sat Einar 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.