Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 32

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 32
Nokkrar umsagnir samtímamanna um Einar Long Lýsing Hrafns Sveinbjarnarsonar á Einari Long Úr bókinni Hrafn á Hallormsstað eftir Armann Halldórsson „Mér fannst hann dæmigerður enskur lord í framgöngu og háttsemi. Að vísu þekkti ég enga slíka, svo að þetta var ímyndun ein og ekki veit ég til þess að Richard enski væri af lávarðakyni, en ég hafði Einar samt fyrir lord og hef enn, sérstakan fulltrúa Longs- ættarinnar, listhneigðan sveimhuga með þessu skýra sindrandi augnaráði, svarthært skáld - það var ekki af henni Margréti boðið - hann gekk með skegg um höku og efri vör en rakaða vanga. Hann var á jakkafötum þegar hann kom upp í skóla, beinvaxinn og snar í hreyfingum, svaragreiður og viðræðufús, sjór af fróðleik úr fornsögum og þjóðsögum, ímyndunaraflið fljúgandi hiklaust út fyrir mörk sannleikans, fyrirmannlegur í öllu látbragði jafnt í notalegri samræðu sem snöggri reiði sem greip hann ef honum var misboðið. Hann var vísnasjór og hagmæltur vel og teiknari, útflúraði sendibréf með skrautlegum upphafsstöfum og rósum. - Auðvitað taldist hann ekki til höfðingja, til þess skorti hann jarðeign og lausafé. Að því leyti var tómt á bak við fyrirmennskuna. Og hann taldist ekki heldur traustur fræðimaður, þar til skorti hann áreiðanleika. Hann var listamaður í eðli, en á því sviði skorti hann einbeitni. Samt sem áður hélt hann fyrirmannlegu fasi og lét ekki misbjóða sér bótalaust. - Hann fór ekki í manngreinarálit, las pistilinn hverjum sem í hlut átti þegar honum var misboðið og var einstaklega bamgóður". Og Hrafn tilgreinir eitt atvik tengt Einari og tvíburunum á Hallormsstað: „Einar var hjá Guttormi. Hann kenndi börnum hans ungum og var eins konar fóstri Sigurðar og Þórhalls og síðar Gunnars og Hjörleifs. Það var algeng sjón að sjá hann úti með þá tvíburana, Gunnar og Hjörleif unga, sinn við hvora hönd. Þeir stóðu með honum á hverju sem gekk. Ég man það t.d. að eitt sinn sinnaðist Einari við Sigrúnu Blöndal. Hún stóð uppi á útidyratröppum skólans en þeir þrír á hlaðinu fyrir neðan. Það var kapp í þrætunni og einhver stríðni af Sigrúnar hálfu, en hún hafði gaman af að hleypa stöku sinnum upp í karlinum til að sjá viðbrögðin, enda þótt hún hefði mikla mætur á honum. Einar var reiður. Þá stappaði hann niður fótunum til áherslu og það gerði hann nú - og líka strákamir varla vaxnir úr grasi og hermdu orð hans og látbragð vart talandi. Þeir fylgdu honum auðvitað, reiðir þegar hann reiddist, glaðir þegar hann gladdist. Sonur Hjörleifs heitir Einar og það er nafn Einars frænda míns, en ekki Einarsnafnið úr ættargarði hans.“ 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.