Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 41

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 41
Múlaþing Austurfjöllin séðfrá Laufási. Frá vinstri Súlur, Dyrfjöll, Grjótfjall og Beinageit. Ljósm.; Kristbjörg Sigurðardóttir. Búhagir Bent hefur verið á með nokkrum rökum að um 1880 hafi heimilin á Fljótsdalshéraði verið talsvert mannfleiri en meðalheimilið í landinu. Þá hafi sauðfjáreign að meðaltali á landsvísu verið 7 kindur á mann á móti rúmlega 16 kindum á Héraði. A sama tíma var ekki teljandi munur á nautgripaeign milli héraða. Hér eru aðeins talin þau heim- ili sem landbúnað stunda (sbr. Sv.j. Múlaþ. II. bls. 132). Björn Þorkelsson frá Klúku, síðar Hnefilsdal, skrifar í Austurlandi III, safni austfiskra fræða á bls. 254, ritgerðina „Hjaltastaðaþinghá 1890-1900“. Þar segir m.a.: „Félagsstarfsemi og samvinna öll á þessu tímabili var með hreinum fyrir- myndarbrag. Kemur einkum til að sveitin átti óvenju góðum og samstilltum kröftum á að skipa. í annan stað er svo á það að líta að heilbrigt jafnvægi og festa ríkti í sveita- lífinu. Heimilin stóðu óhögguð, á gömlum þjóðlegum merg, og starfskraftar allir nýtt- ust af fullum skilningi“. A fyrsta og öðrum áratug tuttugust ald- arinnar dvelur þekktur rithöfundur, Olafur Jónsson búfræðikandidat, sem barn og unglingur urn 7 ára bil í Hjaltastaðaþinghá. Hann segir svo m.a. um sveitina í æfisögu sinni „A tveimur jafnfljótum“. „Upp úr alda- mótunum ætla ég að velmegun hafi þar verið mjög sómasamleg, flestir bændur vel bjargálna og margir vel stæðir. Þá var líka að alast upp í sveitinni fjöldi af ungu fólki því á mörgum heimilum voru stórir systkinahópar og allt var þetta hið efni- legasta fólk. Sveitin gat þó ekki veitt öllu þessu unga fólki viðhlítandi lífsskilyrði. 38 Sveitin mín Það dreifðist því víðsvegar og efnahag bænda fór líka smámsaman hnignandi, hvað sem því olli, en þar held ég að óhag- stæð verslun og ógætilegar ábyrgðir hafi átt einhvem þátt“. Um aldamótin tekur fyrir sauðasöluna sem þýddi helmings verðlækkun sláturfjár og á sama tíma flyst framkvæmdavaldið inn í landið og er staðsett í Reykjavík og er farið að stjórna fjármagni þjóðarinnar þaðan. Fljótlega fara þá að sjást þess merki að Reykjavík og nágrenni hennar fer að blómgasl á kostnað annarra byggðalaga, einkum þeirra er fjærst liggja. Hér að undan hafa verið nefnd tvö dæmi sem styðja þá skoðun að strax í byrjun tuttugustu aldarinnar dró úr uppsveiflunni sem varð undir lok þeirrar nítjándu. Eg er þeirrar skoðunar að ýmislegt fleira hafi valdið því sérstaklega að íbúar minnar sveitar hafi hlotið minna en þeim bar af þjóðarkökunni. Þar bjó þó, eins og þegar er komið fram, framsýnt og dugandi fólk. Sjálfsþurftarbúskapurinn var víðast stað- reynd allt til rniðrar 20. aldarinnar og sumsstaðar lengur, þá reið á öllu að fullnýta öll landsins gæði. Þetta vissu klerkarnir og nýttu til hins ýtrasta margir hverjir. I upphafi þessarrar greinar vísaði ég til vísu- korns eftir Stefán skáldklerk í Vallanesi og langar mig að taka eina hendingu vísunnar til nánari alhugunar. Fjórða hending vís- unnar er „veitug Utmannasveitin“. Menn hafa viljað túlka þessa hendingu á ýmsa vegu. Eg er algerlega sammála túlkun Ar- manns Halldórssonar (14. hefti Múlaþings bls. 85). Þar segir: „Enda er hann prestur í Vallanesi, sem á Unaós, jörð í hinni veitugu sveit, með ýmsum landgæðum og hlunnindum, ekki síst reka þar og víðar um Héraðssanda.“ Ennfremur (Sv.j. Múlþ. II.b. bls. 337) „Enn eru ótalin rekinn á sönd- 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.