Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 42
Múlaþing
Ár Ábúendur íbúar Nautgripir Sauðfé Hross Tún ha Taða Úthey
1900 32 299 101 4837 161 67 1349 4687
1950 33 175 117 3894 95 151 4511 493
1960 36 177 195 6924 72 333 15612 835
1973 31 106 220 5693 62 651 16476 15
unum hið eftirsótta hnoss á fyrri tíð, viðar-
reki og hvalreki, fjarri fór því að aðliggjandi
sjávarjarðir nytu hans einar. Rekafjörur
voru meðal betri ítaka höfuðbóla og kirkna.
Höfuðbólin, en einkum þó kirkjurnar,
röðuðu sér á Héraðssandana eins og kindur
á garða.“ Þó Vallaneskirkja hafi haft átt hér
mest ítökin áttu margar kirkjur á Héraðinu
rekafjörur við Héraðsflóann, Hjalta-
staðakirkja átti þó enga. Hjaltastaðaklerkar
hafa að líkindum þjónað betur guði en
mammon.
Langt fram eftir 20. öldinni gengu því
stórar upphæðir úr sveitinni í leigur og
landskuldir, umfram það að trjáviður í
nytjaskóglausu landi skapaði aukna mögu-
leika á heimavinnslu úr timbri í girðinga-
staura og jafnvel smíðviðar til húsagerðar
sem þó var dálítið nýtt í því skyni af bjarg-
launatimbrinu, líklega 1/3 rekans, sem kom
í hlut bóndans sem gætti fjörunnar og sá um
að koma rekanum það langt frá sjó að hann
tæki ekki út aftur.
Margt fleira en þegar hefur verið talið
varð þess valdandi að harðnaði á dalnum á
20. öldinni og skal hér drepið á nokkur
atriði. Hart var í ári 1910 og '14, frosta-
veturinn 1918, óþurrkasumarið 1934 og
snjóþungi veturinn 1936, kreppuárin á milli
1930 -'40. A kreppuárunum bætti úr skák
að þá var tíðarfar yfirleitt milt. Dagana 6.
og 7. júlí 1947 geisaði hér grenjandi stór-
rigning af norðaustri. Svo illa stóð á að
bændur hér í sveit voru við rúning á fé sínu.
Talið er að 20% fjárins sem talið var út úr
húsum um vorið í Hjaltastaðaþinghánni hafi
ekki skilað sér um haustið. Vorið 1949 var
talið það allra harðasta sem af var öldinni,
síðan kemur rigningarsumarið 1950, þegar
segja má að ekki þomaði á steini, og á eftir
fór snjóaveturinn mikli 1950 -’51.
A fimmta áratugnum geisaði hin skæða
garnaveiki, sem ekki tókst að finna bóluefni
gegn fyrr en eftir 1950, en á sjötta áratugn-
um fjölgaði fé ört.
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði
nokkuð gott. A sjötta áratugnum tók til
starfa rjómabú á Egilsstöðum. Þá orti séra
Sigurjón á Kirkjubæ:
„Selja á silfurdunk
svolítinn rjómaslunk,
feiti og fjölnytju alla.
Fyrir það flestir menn
fá lítið annað en
horlopa, skyrbjúg og skalla“
Auðvitað veit enginn til fulls hvað
gamansömum manni er í hug þegar svona
kviðlingur verður til. En mér býður í grun
að almannarómurinn hafi túlkað hann sem
andúð á mjólkurvinnslunni. Rjómabú leiddi
af sér stofnun Mjólkurbús K.H.B., sem hóf
starfsemi 18. apríl 1959. Þarna tel ég að hafi
verið stigið mikið gæfuspor fyrir mína sveit
og auðvitað allt Héraðið.
Eg tel að sökum hins mikla tjóns sem
gamaveikin var búin að valda bændum,
sem gæti hafa verið mest hér á Uthéraði,
hafi þeir fullvissað sig um að grípa yrði til
nýrra úrræða til tekjujöfnunar, enda voru
þeir í fararbroddi þeirra sem beittu sér fyrir
40