Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 45

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 45
Víkingur Gíslason Ferð á Beinageitarfjall fyrir 50 árum Veturinn 1951 er sá snjóþyngsti sem ég man eftir enda kallaður „snjóa- veturinn“ eða „harði veturinn.“ Þá var á útmánuðum orðið slétt af öllu sem kallað er og skíði notuð upp á hvern dag, minnsta kosti af þeim sem þurftu að ganga á beitarhús og svo gengu menn bæja milli og í Egilsstaði sem þá var orðinn verslunar- staður. Margir voru því í þjálfun við að bregða undir sig betri fæti á skíðum. A þessum tíma og lengi eftir voru skíði mikið notuð allan veturinn, sér í lagi af þeim sem þurftu daglega af bæ. Sá sem þetta ritar hélt dagbók um vetur- inn og þess vegna get ég nú sett þetta á blað. Sumardagurinn fyrsti var 19. apríl. I tvo næstu daga var kalsaveður og snjóhragl- andi, síðan betra, en þann tuttugasta og fjórða var kominn snjóhraglandi undir kvöldið, kaldur og hvass. Síðan komu hlý- indi og sólbráð, mikið logn. Þann 28. apríl var ekkert farið að draga til krapa og vatnavaxta, snjórinn var svo þykkur og mikil hvíta. Þá er svo að sjá að við Björn Hólm á Rangá höfum ákveðið að ganga á Beinageitarfjall daginn eftir. Það hefur ör- ugglega verið uppfinning Björns. Ég hringdi á bæi í Út-Fellum um kvöldið að vita hvort einhverjir vildu taka þátt í djamminu. Björn fór í Fljótsbakka til að hringja í sveitarsímann í Eiðaþinghá og kanna þátttöku. Þeir sem heimtust til ferð- arinnar voru: Sölvi í Egilsseli, Björn Hólm, Guðmundur á Fljótsbakka, Aðalsteinn í Fossgerði, Björn Magnússon kennari á Eiðum, Steinþór á Hjartarstöðum og Sig- urður í Hleinargarði og sá sem þetta ritar. Svo rann upp sunnudagurinn 29. apríl sólbjartur, ekki skýtoddi á lofti, mikill hiti og sólbráð. Þegar kom fram yfir hádegi varð skíðaleiði afar þungt. Ég vaknaði klukkan sjö, tók kúahey og lét út hesta. Sölvi kom klukkan hálf átta. Við lögðum af stað kl 8 og gengum í Fljótsbakka, þangað kom Björn Hólm. Við gengum svo ásamt Guðmundi á Fljótsbakka í Eiða og drukkum kaffi hjá Bimi Magnússyni. Hann og Aðal- steinn í Fossgerði bættust svo í hópinn. Frá Eiðum var stefnan tekin framanvert við Hjartarstaði og farið skáhalt yfir hjalla, ása og hálsa. Á móts við Hjartarstaði kom Steinþór í okkar hóp og Siggi í Hleinargarði litlu utar og ofar. Næst er komið upp í Hraundalskjaftinn. Á þessari leið var slétt af öllu, lækir og árfarvegir sáust ekki. Við stefndum á Beinahjallann neðst í fjallinu sem á voru auðir klettar. Þar var stansað stutta stund og borðað nesli. Af hjallanum hófst afar löng og brött brekka sunnan í fjallinu upp að rótum klettabeltis. Við bár- 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.