Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 49
Helgi Seljan
Af fundargjörð um
kolanám í Jökulbotnum
á Reyðarfirði
að er sannarlega undramargt sem á
gömlum gulnuðum blöðum leynist, ef
gáð er að grannt. Frændi minn og
fóstbróðir, Björn G. Eiríksson sérkennari, á
mikið safn slíkra blaða og er að glugga í
þau öðru hvoru. Kemur þá gjaman til undir-
ritaðs með það sem honum þykir einhver
fengur að. Mest eru þetta blöð frá tíð
móðurbróður hans, Jóns Sæbergs Björns-
sonar sem var kennari og útgerðarmaður
eystra og síðar verkstjóri í Reykjavík,
fæddur að Sléttu í Reyðarfirði árið 1891.
Jón var afar vel gjörður maður, hann var
flugnæmur, mælskumaður mikill, rammur
að afli og góðum íþróttum búinn og margar
afrekssögur af afli hans og íþrótt hefi ég
heyrt í gegnum árin frá samtímafólki hans.
Af Jóni Sæberg mætti margar sögur
segja, en verður ekki gjört hér en hann var
listaskrifari svo af bar og málhagur hið
bezta, svo öll þessi gömlu blöð bera vand-
virkni hans í öllum vinnubrögðum hið bezta
vitni. Jón lézt rétt um sextugt, hann var
Jökulbotnar séðirfrá Ystahólma. Ljósm.;SGÞ.
einhleypur maður alla tíð og bjó með
systkinum sínum hér í Reykjavík mörg ár,
en þau bjuggu þar öll í sama húsinu að
undanteknum föður mínum, Jóhanni
Björnssyni, bónda og kennara í Seljateigi á
Reyðarfirði. Systkinin voru í aldursröð:
Sigríður Ágústína, Herúlfur, Jón Sæberg,
Ásta Veronika, Margrét Guðrún og Jóhann.
Þau Herúlfur og Margrét Guðrún voru
einhleyp eins og Jón Sæberg. Öll eru þau nú
látin, náðu öll háum aldri utan Jón Sæberg.
En aftur að gulnuðum blöðum Björns
sem hafa mörg hver mikið fróðleiksgildi og
hér aðeins að einu þeirra vikið, rituðu með
listahönd Jóns Sæbergs, enda um fundar-
gjörð að ræða. Okkur frændum þótti tilefni
fundarins hið merkasta en höfðum hvorugur
okkar heyrt um þetta tilefni getið af vörum
fólks og hefur þó margt verið í eyru okkar
skrafað um liðna tíð þessa fólks okkar, sem
var hið fróðasta og minnugasta um leið.
Tilefni fundarins er greinilega mála-
leitan Jóns C. Arnesen, konsúls og fram-
kvæmdastjóra á Eskifirði, um vinnslu kola í
Jökulbotnum svokölluðum sem eru við
47