Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 50
Múlaþing
Jón Sœberg Björnsson. Ljósm.; úr Kennaratali á
Islandi.
Jón F. Arnesen. Ljósm.; Héraðsskjalasafn
Austfirðinga 99-60-1376.
sunnanverðan Reyðarfjörðinn innst, en
Jökulbotnar, innri og ytri, eru sitt hvoru
megin við Þverfell, en innan við þá innri er
Kambfellið. Jökulbotnar þessir eru upp af
Holtastaðaeyri í um 750-800 metra hæð. A
hinn bóginn höfðum við lesið um þetta í því
merka riti Armanns Halldórssonar Sveitum
og jörðum í Múlaþingi. I kaflanum um
Borgargerði segir svo: „I F 18 (Fasteigna-
bók frá 1918 - innskot H.S.) er eftirfarandi
skrifað undir fyrirsögninni Námar: „Kol
hafa fundist og verið tekin í fjalli c x/i tíma
gang frá sjó. Vegur að námanum ógreiður
enn þá. Höfn við sjóinn kvað vera ágæt.
Kolin hafa reynst góð til brennslu. Sagt er,
að námuréttur sé seldur til 70 ára Jóni
Arnesen framkvæmdastjóra á Eskifirði fyrir
35 aura hvert tonn kola sem upp er tekið?“
- Heimildamaður hefur því við að bæta, að
hér sé um að ræða surtarbrand í Innri-
Jökulbotnum, hafi kolin fyrst verið borin og
síðan flutt á sleðum niður úr fjallinu. ...
Eitthvað var kroppað þama af surtarbrandi
á fyrri stríðsárunum og næstu ár.“ Svo
mörg voru þau orð í henni „Búkollu“ og
góðar eru heimildir hennar.
En þá að fundargerðinni sjálfri og skal
hún hér birt orðrétt :
Samtal landeigenda Sléttu og Borgar-
gerðis um væntanlegan samning um kola-
námuna í Jökulbotnum svokölluðum á
Sléttuströnd.
Átti fundur þessi sér stað á Gríms-
stöðum og voru mættir þessir hlutaðeig-
endur:
Kristján Eyjólfsson, Guðmundur Guð-
jónsson (fyrir hönd föður síns), Kristinn
Beck, Guðni Jónsson, Jón Sæberg Björns-
son (fyrir hönd Siggeirs Eyjólfssonar,
Siggerðar Eyjólfsdóttur, Jónasar Eyjólfs-
sonar og Bóasar Pálssonar) og Hallgrímur
Bóasson (fyrir hönd erfingja Bóasar sáluga
Bóassonar og móður sinnar).
48