Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 56

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 56
Múlaþing Glöggir menn segja að Papeyingar hafi fyrr á árum vitað af holu sunnan undir Svartaskerinu í Papey. Þangað var oft róið og þar fékkst góður fiskur. Sjómönnum virðist vísan geta átt við þetta mið. Þá er hér önnur sem skráð er í Breiðdælu Jóns Helgasonar og Stefáns Einarssonar 1948 og þar eftir handriti Guðmundar Arnasonar á Gilsárstekk í Breiðdal. Þessa vísu heyrði ég líka á Berufjarðarströnd. Og í svipuðum dúr er hún skráð í Þjóðsögum Sigfúsar Sig- fússonar, 3. bindi, og þar sögð úr Fáskrúðs- firði. Róum út og norður, fást mun flyðrusporður. Róum svo langt að allt standist á: Kötturinn og Kiðafell og Krossavíkurgjá, Súlurnar og Sauðaból, saman Njáll og Bera. Þar skulum við vera. Hafa skaltu í öngli þínum tuggið jám og troðið, og sjö sinnum soðið. Músabiti á miðjum baug, maðkabiti efst á baug, og mannabiti á oddi.- Ef þú fiskar ekki þá ertu skammlífur maður.- Verið getur að sum örnefni sem nefnd eru í þessum vísum séu gleymd. Þá er til vísa eftir Eirík Sigurðsson skólastjóra á Akureyri sem ólst upp í Borgargarði við Djúpavog. í henni eru þessar hendingar: Háreist rís hér Rakkabergið/ róðrarbátamið. Róðrarbátamið í Berufirði eru nokkur til. Þeir sem lifðu mest á sjávarfangi þekktu sína polla og hóla, þar sem renna mátti færi eða leggja línustúf og góð veiði var oft vís. Eftir Stefáni Jónssyni, sem lengi bjó á Steinaborg, heyrði ég sagt að þar sem Jónssel á Útlandi bar á Rakkaberg, þegar menn voru á sjó í Sandeyjarál, hefði verið venja að renna færi. Sumir sögðu að þar líktist Rakkabergið sitjandi hundi og þannig væri nafnið til komið. (Flestir munu þó hallast að þeirri skýringu að Rakkaberg þýði lóðrétta eða upprétta bergið, rakkur - uppréttur í fornu máli). A Núpsgrunni var mið, bærinn (á Núpi) um Núpsfossinn og Kambanesið framundan Streitinu. I Núps- pollum var fossinn um ystu húsin á Núpi og Bjarnaskerið fremst í Hálsfjallið. Torfu- hraun var mið, stutt vestsuðvestur úr Bjarnaskeri. Eldri sjómenn vissu um sand- blett og hraun í Sandeyjarál þar sem oft fékkst bjartur og fallegur fiskur. Þá bar Lífólfssker í Kaupstaðarklifið og Bjama- sker í slakkann austan undir Naphorninu. I Skorbeinsál, rétt utan við Löngu, fékkst oft fallegur fiskur. Flúðirnar utan undir Löngunni bar í Lönguna og hæsta þúfan á Hrómundarey fram undan Ketilboðafles að austan. Trillumenn innan úr Berufirði sögðust oft fá góðan fisk við Tittlingshólm- ann. Þá ber tangann innan við hólmann í gamla bæinn í Fagrahvammi. Skerið utan við hólmann ber í Berunesbæinn. Þama var gott að vera milli 5 og 7 bæði kvölds og morguns. Nú mun gamli bærinn í Fagra- hvammi vera horfinn en kunnugir vita hvar hann stóð. Þetta er gott dæmi um að menn miðuðu oft við mannvirki og gera enn. Nota stundum nú á dögum hús, raflínu- staura, sjónvarpsmöstur og aðrar áberandi byggingar er mér sagt. Hefur þetta vel gefist. Verr fór fyrir sjómanni í fjarlægu byggðarlagi sem sagt er að hafi róið þangað sem miða mátti við rakstrarvél á túni einu. En svo var rakstrarvélin færð og þá týndist miðið. Fiskimið innarlega í Berufirði nefndist Þrösturinn, oft kallað Skálahrygg- urinn á síðari árum, grynnsli á milli Skálatanga og Eyvindarness. Sumir töluðu 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.