Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Qupperneq 59
Múlaþing
Siglingaleiðin utan við Ystaboða. Höfðann í Papey ber á Hnútuna á Melrakkanesfjalli.
Teikning Sigurður Guðjónsson.
dýpi er vestur af. Inni í Hamarsfirði eru
Selhausinn, Miðfjarðarsker og fleiri blind-
sker. Verður seint allt talið sem sæfarendur
þurftu að varast og kynna sér.
Þá voru mið á fjölfömum bátaleiðum í
gegnum sund. Má nefna Breiðasundið sem
oft var farið innan af Djúpavogi út í Skor-
beinsál. Þegar farið var um Breiðasundið
var oft miðað við að austurhorn Arnareyjar,
(Hnífilbjargið) bæri á Papeyjarvitann. Sum-
ir sögðu betra að vera aðeins nær eystri
Breiðasundsboðanum. Holusundið var oft
farið innan úr Hamarsfirði út í Papeyjarála.
Ef vitinn á Ketilboðafles var rétt austan við
Papeyjarvitann voru menn í miðju Holu-
sundinu.
Sumir segja að vegna mikillar tilfærslu á
sandi sé Holusundið nú grynnra en áður var
og megi teljast ófært. Fleiri sund voru farin
út úr Hamarsfirði og Berufirði. I sumum
þessara sunda voru flúðir sem varast þurfti.
Mátti þá ekki allsstaðar fara í miðju sund-
inu. Menn þekktu bestu og dýpstu leiðina.
Allar þessar sundaleiðir þekktu vanir sjó-
menn á Djúpavogi og þekkja enn.
Við heyrum talað um mið sem algengt
var að nota. A árunum fyrir kvótann, þegar
menn máttu róa og fiska að vild, var
stundum róið út á Breiðasundið. Ut af
Breiðasundinu er Skorbeinsállinn, djúpur
og var þar oft fiskisælt. Þá mátti fara út á
Arnarey, Hellisbjarg og Bæ. Var þá miðað
við að kennileiti í Papey bæri í Hvalnes.
Líka var róið út á Stall. Þá bar Skorbein í
Ketilboðafles og Lífólfssker í Æðarsteins-
vita. Heyrt hef ég talað um að róið væri út
á Langsgrunn. Langsgrunn var svæði sunn-
an við Berufjarðardýpið, nokkurn veginn
miðja vegu mili Kjöggs og Ystaboða. Þetta
er hólótt svæði, dýpi víða 18-20 metrar á
hólunum, dýpra á milli þeirra. A þetta mið
munu þeir oft hafa róið bræðumir í Hlíð,
Guðjón og Ragnar Eyjólfssynir, upp úr
1930. Bátur Guðjóns hét Langur. Gunnar
Gíslason frá Papey, skipherra á varðskipum,
þekkti vel til þeirra bræðra og þegar Land-
helgisgæslan var við mælingar á svæðinu
mun hann hafa lagt til að því yrði gefið
þetta nafn. Um mið á Langsgrunni var sagt:
Gunnarstindur í Breiðdal í lægðinni utan
undir Naphomi, Papey um Flugustaði. Ut
fyrir Ystaboða var oft róið, einkum eftir að
líða fór á sumar. Þá var þar góð fiskivon.
Var stundum látið reka austur undir
Berufjarðarál á norðurfalli og síðan suður á
suðurfalli og kippt ef tók undan. (Málvenja
er að taka svo til orða). Á norðurfalli rekur
mest í norðaustur og á suðurfalli í suðvestur.
56
Um fískimið, sund og blindsker við Djúpavog
Ef ekki fiskaðist við Boðann var
stundum reynt að færa sig út í Rif. Þá var
miðað við að Skrúðurinn væri kominn upp
að horninu á Gerpi. Stundum var haldið
áfram og farið út í Brún. Var þá brún af
Gerpi komin framundan Skrúð. Stærri
fiskur fékkst yfirleitt utar. Stundum var
farið alla leið út á Hóla, nú oft kallað Fær-
eyingahóll. Þá bar Papey um Búlandsnes og
Eystrahorn í Hvammsheiði. Þar var víða
misdýpi. Stundum var talað um Ysta-
Grynnslið. Þá bar Papey í Melrakkanes og
Skrúð í Krossanes. Þar fékkst oft fallegur
fiskur og stórufsi. Dýpið á Ysta - Grynnsl-
inu var um 35 faðmar og þar voru um 13
mílur í Streiti og 14 í Kambanes.
Ebbi, ísleifur svo eitthvað sé nefnt. Þessi
fiskimið voru notuð í Hrómundarbót: Ketil-
boðafles í Streitishvarf og Toppsker (Krika-
sker) um Strýtu. Ketilboðafles um Karlsstaði
og Taska í Valtýskamb (þar snardýpkar).
Hvítingahraunið byrjar þegar Kjöltjallið ber
um Hof. Mið á Hvítingahrauninu: Stöngin
(Skálastöng) fremst á Ytri-Hálsum og Tófu-
horn um Almannaskarð.
Þegar menn fengu betri staðsetningar-
tæki voru skilgreindir fleiri hólar sem fengu
ýmis nöfn svo sem Gaurar, Hestasteinn,
Hvalnes nokkuð inn á Vesturhorn.
Teikning Sigurður Guðjónsson
57