Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 66

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 66
Múlaþing Séð yfir svœðið. Til vinstri við Pakkhúsið sést horn af bryggjunni með löndunarkrana og útstafn frystigeymslunnar, til hœgri smábátahöfnin og hluti bogaskemmunnar. Ljósm. Jóhanna Lárusdóttir. og geta þess að örskammt innan og ofan við Pakkhúsið var grafin þró fyrir innvolsið, slógið, sem notað var á sama hátt. En þetta var fyrir mitt minni. (Aftur á móti, þegar mér óx fiskur um hrygg, reiddi ég hausa og dálka upp á tún. Þótti mér það fremur „virð- ingarstaða“ og lét mig þá litlu varða þefjan og maðk þegar því var að skipta. - Maðki var algjörlega bægt frá húsum með röst af salti fyrir dyrum). Utgerð mótorbáts frá Brekku þarfnaðist einnig stærra húsnæðis. Vilhjálmur og Magnús höfðu gert sér inni á Selhellu myndarlegt sjóhús af nýju timbri. Máttarviðir voru kantskomir en klæðning úr ragborðum. Loft undir súð, bárujám á þaki. Nú var þessu húsi skipt í tvo jafna hluta og annar helming- urinn fluttur út að Brekku og reistur þar, áfastur Pakkhúsinu (Miðhúsinu) vestan- verðu. Neðri hæðin, Beitingaskúrinn, var óþiljuð innan og óskipt með gluggum á þrjá vegu, uppi óskipt herbergi undir súð, þiljað innan með panel, málað, gluggi á stafni - móti vestri, stigi í NA-homi og hleri yfír upp- göngunni, dyr inn á Miðhússloftið - þessi viðbygging er 5x6,5 m að flatarmáli. Meira þótti nú við þurfa. Var einnig byggt utan við gamla Pakkhúsið sem þar með var orðið rétt- nefnt Miðhús. Mun sú bygging hafa verið um 5x5 m og er ég ekki viss um hvort hún var reist 1910. En þar var allur fiskur saltaður, málsfiskur í stafla en „labri“ pækilsaltaður í olíuföt, einnig umsaltað og svo blóðskorið þegar kom að vöskun. Ekkert loft var í þess- ari viðbyggingu sem nefnd var Salthús. Næst er þess að geta að haustið 1922 þótti nauðsynlegt að stækka Salthúsið, lengja það og hækka. En breiddin mun frá upphafi verið hafa eins og á Miðhúsinu. Eftir stækkun varð flatarmál þessa húshluta 9,5x5 metrar. Þannig var mál með vexti að á þessum misserum bjó í Friðheimi með fjölskyldu sinni Þorsteinn Tómasson úr Reykjavík, lærður skipasmiður. Brekkubræður, Eljálmar, Páll og Gísli Vil- hjálmssynir, sáu sér leik á borði og fengu hann til að smíða nýjan og stærri Val en þann sem faðir þeirra keypti 1906 og þjónað hafði vel síðan Og þar sem ákveðið var að nota veturinn til smíðanna var nauðsynlegt að koma upp skýli sem rúmað gæti byrðinginn þótt yfirbyggingu og reiða yrði að setja upp úti með vori. Það mun hafa verið eftir þessa stækkun á Salthúsinu að komið var fyrir saltgeymslu í NA-hominu, stíu sem mun hafa tekið 10-20 tonn. Laust fyrir eða um 1930 var Kolaskúrinn rifinn og byggt við suðurhlið Miðhússins endilanga og á tveimur hæðum. A hinni 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.