Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 69
Saga um sjóhús
A Brekku-möl 1908. Fremst á myndinni Frosthúsið og Gamli skóli, Ishústjörn, Konráðstún og
Konráðspakkhús. Brekkupakkhús með viðbyggðum Kolaskúr. Fjœr Þinghóll og Kastali með útihúsum.
Ljósm. Ingimundur Sveinsson.
vararafstöð sveitarinnar. Hitt húsið er vest-
an Pakkhússins, bogaskemma fyrir tunnur
o.fl., en hýsir nú slökkvibíl Mjóafjarðar-
hrepps - og fóðurbirgðir fyrir laxeldi.
Enn er þess að geta að síðustu árin hafa
verið gerðar ákveðnar og allstrangar kröfur
til húsnæðis fyrir aðgerðir fisks, söltun og
aðra meðferð sjávarfangs. Því hefur við-
byggingin sunnan við Miðhúsið, neðri hæð,
sunnan við Salthúsið gamla og ytri hluti
Miðhússins, allt verið klætt innan, málað og
lakkað, búið heitri og kaldri vatnslögn og
komið fyrir kaffistofu og snyrtiherbergi í
útenda. Beitingaskúrinn hefur og verið
gerður upp á sama hátt fyrir „skrifstofu“,
fatahengi o.fl.
„Frystir“ nefnist bygging nástæð
Brekkupakkhúsinu og tengist fiskveiðum.
Þótt útgerð gömlu mótorbátanna frá Mjóa-
firði lyki um 1940 var enn um sinn gert út á
línu í smáum stíl. Árið 1963 stofnuðu
nokkrir menn hlutafélag og byggðu Fryst-
inn á uppfyllingu sunnan undir Pakkhúsinu.
Þar má geyma beitu og beitta línu og þar
eru geymsluhólf fyrir matvæli. Seinna var
hlutafélagið lagt niður og Mjóafjarðar-
hreppur yfirtók eignir þess og rekstur.
Fylgst er með Frystinum frá Brekku.
Landbúnaður
Þegar Brekkupakkhúsið var byggt sem
sjóhús - á malarkambi - mun engum hafa
komið til hugar að það yrði um skeið að
stórum hluta nýtt fyrir landbúskapinn. Sú
varð þó raunin eins og nú skal greina.
Á 6. áratugi 20. aldar var Salthúsið „inn-
réttað“ sem fjárhús með heygeymslu á
Miðhúss- og Hjalllofti. Fé hafði þá fjölgað
nokkuð á Brekku svo gömlu fjárhúsin á
túninu rúmuðu ekki fjáreignina, einnig voru
um hríð geymdar kartöflur í kjallara sem
grafinn var undir vesturhluta Miðhússins
sem þá var skipt með millivegg.
Kaupfélagið Fram í Neskaupstað stóð
67