Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 78

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 78
Múlaþing því sem fram fór eftir því sem kostur var á. A götunni norðan til við Barnaskólann var gríðarmikill vörustafli. Eg gekk að þessum stafla til þess að forvitnast um hvers konar flutningur þetta var. Engan mann sá eg þar nærri þá um stund. Eg sá strax að þetta voru vínbirgðir. Þama voru a.m.k. tveir kassar loklausir og sá eg að í þeim var Dry-Gin. Ekki ætluðu hershöfðingjamir og liðsfor- ingjamir sem settust að í skólahúsinu að vera alveg þurrrbrjósta. Brátt kom þarna að alvopnaður dáti. Hann hefur sennilega átt að gæta birgðanna. Eg tók hann tali og spurði hver ætti þetta vín. Hann brosti og sagði að þetta væri svaladrykkur hershöfð- ingjanna. Þetta var fyrsti hermaðurinn sem eg ávarpaði. Hann var ungur og myndar- legur maður. Leist mér vel á hann. Fleiri dáta talaði eg við og féll mér vel framkoma þeirra. Greip mig þá sú hugsun að ef allt færi eftir þessum fyrstu kynnum mundi sambúðin við Bretann líklega verða árekstralítil. En vafalítið mundi þó skapast „ástand“ í ástamálum. Nokkru síðar komu Bretar sér upp bækistöð á Þórarinsstaðaeyrum. Tóku þeir verbúðina Sjólyst til sinna þarfa. A þessum árum voru fáir enskumælandi á Eyrunum. Kom það því mest í minn hlut að tala við hermennina og vera túlkur þeirra þótt ekki væri eg í neinni þjálfun í talmálinu. Eg hafði að vísu lært ensku í skólum, bæði hérlendis og erlendis, en ekki í enskum skóla. En allt gekk þetta nú sæmi- lega samt. Húsið Sjólyst, sem hermennirnir settust að í, var eins og fyrr er getið sjóbúð frá Þórarinsstöðum. Það var fremur lítið plankahús norskt að uppruna og flutt til- höggvið til landsins. Ekki veit eg nú hve- nær eða hver sá maður var sem reisti húsið en sennilega hefur það verið Patterson sem átti stórt hús þar og hefur Sjólyst þá verið reist nokkru fyrir aldamót. Húsið átti Sigurður Jónsson hreppstjóri, fóstri minn. Hann rak búskap bæði til lands og sjávar. Gerði hann löngum út tvo og stundum þrjá vélbáta og var oft margt manna við útgerð hans. Einnig var sumarútgerð frá Seyðis- firði á þeim árum. Sjólyst var því þéttsetin á sumrum en stóð oft auð að vetrarlagi. Þó kom fyrir að fólk hafði þar vetursetu. Svo var veturinn 1918 þegar íbúðarhúsið á Þórarinsstöðum brann til kaldra kola. Þá bjó heimilisfólkið í Sjólyst. [Hér er sleppt kafla þar sem sagt er nánar frá húsinu Sjólyst.] Varðmennirnir í Sjólyst Það voru oftast um sex hermenn sem þarna héldu til undir stjórn liðsforingja. Þeir bjuggu notalega um sig í þessari varð- stöð, gömlu Sjólyst. Ekki man eg nú nöfn margra þeirra hermanna sem eg kynntist þama. Þó man eg að einn þeirra hét Sanders og kynntist eg honum hvað best. Það kom fyrir að þeir vildu hafa viðskipti við okkur Islendingana. Aðallega voru það egg sem þeir sóttust eftir. Einu sinni urðu þeir uppiskroppa með te. Þeir spurðu mig hvort eg gæti hjálpað upp á sakirnar. Það stóð nú svo vel á að eg átti heljarmikinn dall fullan af tei sem breskir hermenn höfðu gefið mér. Það voru hermenn frá varðstöðinni á Skálanesi, yst í firðinum sunnanverðum, sem voru með vistir í bakpokum og komu við á Þórarins- stöðum til að hvíla sig. Þeir gáfu mér þenn- an tedall. Þeir nenntu ekki að bera hann lengra enda sennilega verið vel birgir af þessari þjóðarhressingu Bretanna í brögg- um sínum. Eg þóttist vita að hermönnunum liði ekki vel þegar teið vantaði og veitti þeim nokkra úrlausn. Þeir skrifuðu hjá sér það sem þeir fengu lánað, annað en eggin. Þau borguðu þau úr eigin vasa. Þeir ætluðu 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.