Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 85

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 85
Nokkrar minningar frá hernámsárunum Bráðabirgðarviðgerð á H.M.S. Sheffield á Seyðisfirði í mars 1943. (Ronald Bassett: H.M.S. Sheffield). Mynd úr „Fremsta víglína" eftir Friðþjóf Eydal, birt með leyfi höfundar. meira en 2 - 3 mínútur frá því að skipið hvarf þangað til að ógurleg sprenging kvað við. Hávaðinn var óskaplegur og magnaðist við bergmálið frá fjöllunum beggja megin fjarðarins. Ég beið fullur eftirvæntingar þess hvort nokkuð meira mundi heyrast eða sjást þarna úti í firðinum. Ekki leið á löngu þangað til að vígdrekinn kom fram úr þokunni. Nú var hann allmiklu sunnar í firðinum en hann var þegar hann hvarf út í þokuna skömmu áður. Og nú hélt hann inn fjörðinn. Sáust þess nú glögg merki hvað skeð hafði við sprenginguna. Feikna stórt gat var nú komið á bakborðskinnung skipsins. Hélt það nú til hafnar. Næsta dag fórum við í kaupstaðinn á vélbátnum Þór frá Þórarins- stöðum. Þór var 12 smálesta bátur, ein- mastraður, og mastrið nokkuð hátt. Þegar við komum inn á Kringluna, en svo er nefndur innsti hluti fjarðarins, lá orrustu- skipið þar fyrir festum. Af forvitni fórum við mjög nærri því. Okkur bar saman um að Þór hefði getað komist inn í gatið á kinnungnum á skipinu, án þess að mastur- toppurinn rækist í, ef að skarðið væri nægi- lega djúpt. Eftir þessa sjón vorum við þess vísari hvað ein sprengja getur áorkað. Ekki viss- um við hvort heldur orrustuskipið rakst á tundurdufl, eða varð fyrir tundurskeyti frá kafbáti. Mjög mikið var um tundurdufl á reki bæði inni í firðinum og úti í flóanum. Mörg þeirra ráku á land og sprungu en fleirum var sökkt með kúluskotum. Ef kúla hitti einhvern takkann á dullinu þá sprungu þau. Það kom fyrir stöku sinnum á Seyðis- firði. íslendingar fengu fátt að vita um hernaðarátökin hér við land, annað en það sem þeir bæði heyrðu og sáu sjálfir. Nokkrum dögum eftir að skipið varð fyrir sprengjunni lagðist það að bryggju. Var þá byrjað að gera við skemmdirnar. Viðgerðin, ef svo skyldi kalla, fór fram á þann hátt að breiðir og þykkir plankar voru lagðir hlið við hlið fyrir gatið. Síðan var reist annað plankaþil fyrir innan. Mynd- 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.