Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 93

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 93
Nokkrar minningar frá hernámsárunum Hermenn úr flokki Dynia á Eyrum (Jolm Dynia). Mynd úr „Fremsta víglína“ eftir Friðþjóf Eydal, hirt með leyfi höfundar. byssur. Þessi leið mun hafa verið fimrn til sex klukkutíma gangur í góðri færð. En þeir virtust ekki setja það fyrir sig þótt göngufæri væri vont að vetri til, heldur ekki þótt veðrið væri ekki sem best. Það var eins og fylgt væri fyrirframgerðum áætlunum um þessar gönguæfingar. Þær fóru fram undir ströngum aga liðsforingjanna. Þá var gengið í takt, marsérað, eins og það er stundum nefnt. Þessi stjórnun virtist þó aðallega gilda um gönguna að leiðarenda. Heimferðin var ekki skipulögð og voru þá hermennirnir oft í smáhópum þegar vont var göngufæri eða veður vont; voru sumir hermannanna orðnir mjög þreyttir þegar göngunni lauk. Þá kom oft fyrir að þeir röðuðu sér niður á hússtéttina heima til þess að hvíla sig, þegar þeir komu til baka. Losuðu þeir sig við bakpokana, lögðu frá sér byssurnar og kveiktu sér gjarnan í sígarettu. Þessar gönguæfingar virtust reyna mjög á þol hermannanna, einkum þó þegar skilyrði til göngunar voru slæm að vetrarlagi. Stundum voru fámennir hópar á ferð, fjórir til sex menn. Þeir voru þá ekki í beinni hergöngu en voru þó undir stjórn. Það var þá oftast undirforingi með í hópnum og réði ferðinni. Þessir drengir komu stundum við heima, hvíldu sig á stéttinni og það kom fyrir að þeir báðu um að fá lánaðan síma. Þessum mönnum var stundum boðið kaffi. Var það alltaf vel þegið af þeim. Tóku þeir þá alltaf eitthvað úr birgðapokum sínum og vildu gefa okkur. Eg man eftir því að einu sinni kom hermaður við heima á leið sinni út að Skálanesi. Hann var einn á ferð sem þó var sjaldan. Honum var boðið inn. Við vorum að ljúka við að borða skyr. Spurðum við þennan virðulega dáta hvort hann vildi ekki smakka á skyri. Hann fór allur hjá sér en lét þó til leiðast. Skyrið var mjög gott, heimatilbúið. Með því var borinn sykur og rjónri. Hermaðurinn fór afar fínt í það fyrst í stað að smakka á skyrinu og sagðist aldrei hafa séð svona mat. Eg spurði hann hvort hann væri úr borg eða sveit. Sagðist hann 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.