Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 96

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Blaðsíða 96
Múlaþing frá Barðabrúnum, sem eru næst sjónum fyrir neðan íbúðarhúsið Haga og allt upp að Kollóttamel sem er inn og niður frá Þver- klettum. Þessi herfylking var fjölmenn, sennilega tvö til þrjú hundruð manns. Þetta lið geystist áfram í smásprettum. Þess á milli köstuðu hermennirnir sér marflötum á magann með brugðnar byssurnar þannig að þeir höfðu þær í sigti og virtust miða þeim á íbúðarhúsið á Þórarinsstöðum. Þeir nálguðust nú óðum Þórarinsstaðahúsin, sem voru allmörg að meðtöldum útihúsum. Þeir ruddust á túngirðinguna að vestan og sunnan og brutu marga tréstaura hennar og bældu niður vímetið sem hún var gerð úr. Okkur var það ljóst sem heima vorum að þessari árás var beint að Þórarinsstaðahúsunum, þó einkum að íbúðarhúsinu. Við karlmennimir voru úti á túni við slátt eins og hann gerðist í þá daga víða til sveita, með orfi og ljá. Húsbóndinn, Sigurður Jónsson fóstri minn, lá sjúkur heima í rúmi sínu, 73 ára. Við sláttumennirnir vorum þessir: Jón Jónsson, bróðir húsbóndans, 72 ára, Bjöm Bjömsson frá Sjávarborg, 54 ára, og Sigurður Magnús- son, sem hér segir frá, 32 ára. Við vom að slá fyrir utan og neðan bæinn. Fyrir innan bæinn, á svonefndu Glaumbæjartúni, var konan mín við rakstur, Jóhanna Magnúsdóttir, 24 ára. Hafði hún dóttur okkar Þórunni hjá sér, þá á fjórða ári. Annað fólk var ekki úti við þegar þessa óvæntu heimsókn bar að garði. Inni í íbúðarhúsinu voru auk fóstra míns Guðfinna Sigurðardóttir, ráðskona heimilisins, 48 ára, og Sigríður Gústafsdóttir, 28 ára, með dóttur sína Erlu Ingimundardóttur á fimmta ári. Annað heimilisfólk var við störf niðri á Eyrum. Þegar eg sá þessa herfylkingu koma stakk eg niður orfi mínu og hélt til konu minnar og dóttur. Vildi eg vita um hvemig þeim yrði við þessa heimsókn. Leið mín lá fram hjá íbúðarhúsinu. Þegar eg fór um hlaðið kallaði Sigríður til mín og sagðist vera hrædd. Eg sá það líka strax á henni að henni var mjög bmgðið. Erla, litla dóttir hennar, var hjá henni og hélt sér fast í kjól mömmu sinnar en var þó ekki grátandi. Eg gat ekkert sinnt Sigríði nema að eg reyndi að telja í hana kjark. Sagði eg við hana að þetta væri bara venjuleg heræfing, sem ekki mundi baga okkur hið minnsta. Hélt eg svo áfram til konu minnar og dóttur inn á Glaumbæjartúnið. Konan hélt áfram við raksturinn eins og ekkert væri um að vera en Þórunn litla lá á maganum á milli tveggja þúfna með snuðtúttu í munni og blóm í höndum. Hún var alveg róleg og lét fara vel um sig í sólskinsblíðunni. Nú var árásar- eða sóknarliðið alveg komið til okkar. Allt í einu kastaði öll her- fylkingin sér niður á magann með bmgðnum byssum. Rétt fyrir framan dóttur okkar. Beint á móti henni kastað einn hermaðurinn sér á magann. Hann og liðið allt var með gas- grímur sem sogaði alveg óskaplega í. Þetta var heldur óhugguleg sjón fyrir lítið bam. Hermaðurinn hafði byssu sína í sigti og miðaði henni á Glaumbæ og var þá byssu- hlaupið aðeins til hliðar við höfuðið á dóttur okkar og skammt frá fótum mömmu hennar. Ekki gat eg merkt neina hræðslu á þeim mæðgum. Eg hélt að dóttir okkar yrði ofsa- hrædd. Sogið í gasgrímunni var svo mikið og öll ásýnd mannsins ógnvekjandi með þessa gasgrímu fyrir andlitinu. Mér er sem eg heyri þetta soghljóð enn eftir 30 ár. Þessir hermenn voru auðsjáanlega orðnir óskaplega þreyttir. Og svo vom þeir mjög móðir af hlaupunum sem þeir viðhöfðu á milli þess sem þeir fleygðu sér til jarðar. En sú hvíld stóð ekki nema örskamma stund í hvert sinn. Hermennimir ruddust inn í hvert útihúsið af öðru. Glaumbær, sem áður er nefndur, var lítið steinhús með rishæð, skammt fyrir innan aðalíbúðarhúsið. Þetta 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.