Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 97

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 97
Nokkrar minningar frá hernámsárunum hús var notað sem íbúðarhús vertíðarmanna á sumrum en svo var einnig búið í því á vetrum. Við Glaumbæ var sambyggður þurrkhjallur með geymslulofti yfir. Við stafn Glaumbæjar að austan var lítill hænsnakofi. Þangað tróð sér inn einn af hermönnunum. Glaumbæ tóku þeir margir með áhlaupi og þutu þar inn bæði niðri og einnig upp á hjallloftið. Þegar þessi vígi voru fallin beindist árásin öll að íbúðarhúsinu. Þeir umkringdu það og miðuðu byssum sínum á hvem glugga. Allt í einu gall við mikill blástur í her- lúður. Foringjarnir stóðu teinréttir, slógu saman hælum, gáfu fyrirskipanir og svo... svo var öllu lokið. Æfingin var á enda. Hermennimir rifu af sér gasgrímumar og köstuðu sér niður hvar sem þeir voru staddir til þess að blása mæðinni. Þeir voru orðnir mjög þreyttir. Æfingin hefur sennilega verið orðin bæði löng og ströng. Sigríður jafnaði sig svo smám saman eftir hræðsluna. Hræðslu varð ekki vart hjá öðru heimilisfólki svo að eg vissi til. Jón og Bjöm héldu viðstöðulaust áfram slættinum eins og ekkert hefði við borið. Fóstri minn gat lítið fylgst með hertöku heimilis síns sökum veikinda. Guðfinna ráðskona var alveg róleg og Erla litla virtist alveg róleg þótt hún hlyti að verða vör við hræðslu móður sinnar. Við hjónin vorum vissulega hrædd um að dóttir okkar yrði ofsahrædd. Við óttuðumst fyrst að hún væri alveg stjörf af hræðsu. Hermaðurinn sem lá beint fyrir framan bamið hlaut að vera einhver ófreskja í þess augum, með gasgrímuna, másandi. En aldrei gátum við merkt það að hún yrði hrædd og ekki urðum við vör við að hræðsla kæmi fram hjá henni síðar vegna þessa atburðar. Þannig lauk þessari heræfingu sem mér er einna minnistæðust allra þeirra æfinga sem eg varð var við heima á Seyðisfirði. Þáttur Norðmanna Nokkur kynni hafði eg af norskum flóttamönnum sem störfuðu á Seyðisfirði á stríðsárunum. Þeir voru þar með nokkur skip, þar á meðal Kás-ana sem getið er um í þættinum um þýska kafbátinn. Einnig var um tíma á Seyðisfirði norskur fiskibátur sem hét Bratholm. Það var mjög fallegur bátur. Nýlegur um 50 smálestir að stærð. Mig minnir hann koma inn fjörðinn frá Noregi, 17. maí. Á þeirra þjóðhátíðardegi 1940. Þessi bátur kom síðar við sögu. Þá var hann sendur með sérþjálfað úrvalslið frá Skotlandi til Taftefjarðar (sem er norðaustur frá Tromsö) í Norður-Noregi til þess að vinna skemmdarverk á llugvelli þar. Þeir komust heilu og höldnu til Noregs, fram hjá þýsku eftirlitsskipunum sem héldu að þetta væri aðeins fiskibátur, enda hafði hann útbúið sig þannig til að villa um fyrir Þjóðverjum. Bratholm var með nokkrar smálestir af sprengiefni og margs konar stríðstæki og þar að auki vel vopnaður. En þau vopn vom falin svo að þau yrðu ekki séð þótt flugvél flygi yfir eða eftirlitsskip kæmi í nánd. Endalok Bratholms urðu þau að Norð- mennimir neyddust til að sprengja hann í loft upp um leið og þeir yfirgáfu hann og steyptu sér í sjóinn til sunds að landi. Á þessum flótta voru þeir allir drepnir með kúlnahríð, nema einn sem slapp undan á flóttanum þó mikið særður á fæti. Hann hét Jan Baalsand. Saga þessa flóttamanns er skráð og komin út á íslensku í bókinni Eftirlýstur af Gestapo, eftir David Howard, Bókin um Jan Baalsand - 1974. Þetta var mikill harmleikur. Og sorglegast var að það skyldu vera landar þeirra Norðmenn sem sögðu Þjóðverjum til þeirra. En svo sýndu aðrir Norðmenn fádæma kjark og dugnað við að bjarga Jan yfir til Svíþjóðar sem tókst að lokum með aðstoð Lappa. Eg kynntist nokkuð sumum norsku 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.