Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 119

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 119
Lífgjöf við Aðalból Svipuðu máli gegnir um þá kenningu Snorra Sturlusonar að sameining norskra kotríkja undir einn konung stafi frá þeirri heitstrengingu Haralds Hálfdanarsonar að láta aldrei skera hár sitt né kemba fyrr en hann hefði eignast allan Noreg. Heitstreng- ingar af slíku tagi virðast heyra skáldskap til, enda er freistandi að gera ráð fyrir því að heitstrenging Hrafnkels að vega hvern sem riði hestinum Freyfaxa í óleyfi sé tilbúningur höfundar í því skyni að skýra af hverju Hrafnkell varð smalamanni sínum að bana. Höfundi Hrafnkels sögu var sú list lagin að geta teflt fram andstæðum hugmyndum á hlutlægan hátt, og án þess að fordæma eða lofa það sem gert er. Hann skýrir heststöku Einars ekki einungis af sjónar- hóli smalamanns heldur einnig úr bæjar- dyrum Freysgoða. Höfundur dylur kyrfi- lega afstöðu sína til Hrafnkels, rekur jafnt það sem honum er til lasts og hitt sem telst lofsvert: hann lætur lesanda um að dæma vafasöm úrræði, en ekkert atriði mun vera öllu torveldara viðfangs en sú ákvörðun Sáms Bjarnasonar að þyrma lífi Hrafnkels óvinar síns einn glaðan sumardag á Aðalbóli. Eitt af auðkennum Hrafnkels sögu í heild er að flestar persónur hennar sem eitthvað kveður að eru sekar að því leyti að hver þeirra á drjúgan þátt í því böli sem yfir hana dynur. Ogæfa þeirra er því sjálf- sköpuð, rétt eins og hermt er í Hugsvinns- málum: Ogæfu sinni veldur einn saman. Engum er illt skapað. Aðalsteinn Jónsson frá Vaðbrekku. Myndin tekin 1937 en þá var hann 42 ára. Ljósm. í eigu Aðalsteins Aðalsteinssonar. Heitstrenging Hrafnkels hrindir at- burðakeðju af stað, og framkvæmdin dreg- ur langan slóða. Þorbjörn gerir fyrst þá skyssu að vara son sinn svo seint við að leita sér atvinnu að heiman að þá höfðu allir bændur ráðið sér vinnumenn nema goðinn á Aðalbóli, eigandi Freyfaxa og ofurseldur heitstrengingu. Einar smala- maður óhlýðnast Hrafnkatli sem vegur hann fyrir bragðið. Þorbjörn fremur annað glapræði með því að hafna boði Hrafnkels um sonarbætur og krefjast gerðar um málið. Yfirsjón Sáms er að virða ráð Þjóstarssona að vettugi og skirrast við að láta taka Hrafnkel af lífi. Eyvindur hlýðir ekki hollræði skósveins að flýja undan til Aðalbóls og fellur því fyrir Hrafnkatli og mönnurn hans. 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.