Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 120

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 120
Múlaþing Á leikvangi Aðalbóls Skapari Hrafnkels sögu má með réttu kallast einn af höfuðsmiðum íslenskra bókmennta að fornu; hann kunni til hlítar þá frábæru snilld að greina marga og mikils verða hluti með fáum orðum. Hann hafði óbrigðult vald yfir íslenskri tungu og glöggvan skilning á mannlegu eðli, og honum var sú snilld lagin að kunna að svið- setja hnitmiðuð atriði af öruggri smekkvísi. Sex þeirra gerast heima á Aðalbóli, og er órofa samband á milli þeirra allra; hvert atriði leiðir beint eða óbeint til hinna sem koma á eftir: 1. Ráðning Einars til smalamanns. 2. Kvörtun Freyfaxa eftir langa smala- reið. 3. Beiðni Þorbjarnar um sonarbætur. 4. Píslir Hrafnkels, niðurlæging og lífgjöf. 5. Veisla Sáms og dráp Freyfaxa. 6. Hrapan Sáms. í þessari grein verður fjallað um fjórða atriðið. Þar eru á sviði fjórar persónur sem gegna mikilvægum hlutverkum. Þjóstars- synir eru þar sama sinnis og því er hægt að ræða um þá báða í einni andrá. Þeir eru kveljarar Hrafnkels og ráðgjafar Sáms, sem kallast því ráðþegi þeirra; Sámur tekur að vísu þátt í pyndingum, en þeir bræður eiga upptökin og ráða framkvæmdum. Á hinn bóginn er Sámur lífgjafi Hrafnkels, sem verður þvífjörþegi Sáms. Hrafnkatli er fyrirmunað að hefna sín á kveljurum sín- um, enda er ærið langur vegur úr Fljótsdal og Hrafnkelsdal vestur í Þorskafjörð. Hins vegar nær Hrafnkell sér rækilega niðri á Sámi fyrir þátt hans í niðurlægingu Freys- goða, enda sannast hér eins og víðar að fáir launa lífgjöf sem vert er.6 Um það sam- band sem verður yfirleitt í fomsögum með góðum ráðgjöfum og ráðþegum þeirra skal þess snögglega minnst að hinum síðar- nefndu reynist ávallt illa að hundsa holl- ræði hinna fyrmefndu. I lífs þágu Frásögn Hrafnkels sögu af þeim pynd- ingum sem Hrafnkell og sjö menn hans em látnir þola á Aðalbóli á hvergi sinn líka í Islendingasögum. Ætla má að pyndingam- ar séu refsing fyrir víg smalamanns og minna þær rækilega á hugmynd í Alex- anders sögu (109); eftir að feigur Daríus konungur kemst að drottinssvikum þeirra Bessusar og Narbazonesar óskar hann þess að Alexander muni svo refsa glæpinn ‘að eigi þyki minni nýjung í refsingunni en í verkinu sjálfu.’ Það mun hafa verið sjaldgæfur glæpur hér að fomu að goði vægi saklausan heimamann sinn, enda var refsingin fyrir slíkt óverkan heldur en ekki óvenjuleg: að hanga öfugur uns blóð var sigið niður fyrir augu þeim. Þorkell Þjóstarsson gefur í skyn ástæðuna til þessara písla, og er hún einnig einstök í sinni röð: ‘Það höfum vér heyrt að þú hafir lítt verið leiðitamur þínum óvinum, og er nú vel að þú kennir þess á þér í dag.’ Fyrr í sögunni hafði Þorkell beitt sama orðtaki þegar hann bar saman líkamlega þjáningu Þorgeirs af sárri tá og andlega þjáningu Þorbjarnar gamla af óbætanlegum sonar- missi. Nú skal Hrafnkell kenna á líkama sínum þeirra kvala og harma sem hann hafði valdið öðrum. Hér er vitaskuld um 6Alkunn er sú hugmynd að ‘Flestir launa illa eða engu ef lífið er gefið’ (Heimskringla III 231). ‘Fáir launa lffgjöf sem vert er’ Sigurðar saga þögla, 151, 153. 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.