Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 124

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Síða 124
Múlaþing Hrafnkatli líf að þú myndir þess iðrast. Fýstum við þig að þú skyldir Hrafnkel af lífi taka; sýndist okkur það ráðlegra, en þú vildir ráða.’ Síðan bregður Þorgeir Sámi um heimsku en hrósar um leið vitsmunum Hrafnkels sem ‘leitaði þar á fyrst er hann gat þann af ráðið er honum þótti þér vera vitrari maður.’ Eftir fall Eyvindar þurfti Hrafnkell ekki að óttast hefndir fyrir niður- lægingu Sáms. í ræðu Þorgeirs kennir ekki einungis gremju í garð Sáms fyrir að glopra sigri úr höndum sér heldur einnig vonbrigða og jafnvel iðrunar fyrir að hafa hjálpað manni sem brást. Þegar þeir bræður skildust við Sám á Aðalbóli forðum mæla þeir til fullkominnar vináttu með sér og skiljast allgóðir vinir, en vestur í Þorskafirði er komið annað hljóð í strokkinn. Þá verður Þorgeiri að orði eftir að hann hafði deilt á Sám fyrir heimsku í skiptum sínum við Hrafnkel: ‘Megum við ekki hafa að þessu gæfuleysi þínu.’ Ogæfa Sáms er sjálfsköp- uð og stafaði af því að virða heilræði ráð- gjafa að vettugi. I ræðu sinni víkur Þorgeir að þeirri fornu hugmynd að best sé að hafa sem minnst saman að sælda við gæfulausa menn. í Rómverja sögu (1844: 230) er heil- ræði orðað á þessa lund: ‘Og er það ráð að samþykkjast guðunum og fága eigi þá er farsœllausir era.’Þess eru ærin dæmi í fornum sögum að mönnum yrði böl að samneyti við gæfulausa náunga. A hinn bóginn áttu góðvinur manns og hamingja samleið: ‘Það er vandi mannsins þess er hamingjan vill vel að velja sér vini eftir hennar þokka’ (Alexanders saga 92). Mörgum lesanda Hrafnkels sögu Freys- goða hefur komið kynlega fyrir sjónir það miskunnarleysi Þjóstarssona að láta goðann á Aðalbóli fyrst þola harðar pynd- ingar15 og vilja síðan svipta hann lífi.16 Grimmd þeirra stingur mjög í stúf við mildi Sáms sem þyrmir lífi Hrafnkels svo að ungir synir hans fái að njóta föðurlegrar umhyggju meðan þeir eru að vaxa úr grasi. Þorkatli þykir lítið koma til slíkrar mildi og segir af nokkrum kulda að Sám muni síðar iðra þess að gefa Hrafnkatli líf; hann reynist sannspár, enda velta örlögin á þá lund að Hrafnkell launar lífgjöfina ekki betur en svo að sex vetrum síðar verður hann bróðurbani Sáms, drepur Eyvind alsaklausan í hefndar skyni fyrir hrakn- ingar og píslir og sviptir Sám öllum þeim auði og völdum sem hann hafði áður af Hrafnkatli tekið. Hvatning í Alexanders sögu (35) er meira í anda Þjóstarssona sem vildu svipta 15Meðferðin á þeim Hrafnkatli og mönnum hans minnir nokkuð á píslir Péturs postula: ‘En er Petrus kom fagnandi til krossins, bundu kveljarar hann með reipum á píslartré.’ Síðan kveðst hann ekki vera verður til að krossfestast sem Kristur: ‘Þarfyrir snúið niður mínu höfði til jarðar, en uppfótum til himins,’ enda veitti kveljarinn gjama aukning píslanna. Postola sögur. útg. C. R. Unger (Christiania 1874), bls. 108-9. Þeir Hrafnkell og félagar hans vom einnig látnir hanga öfugir. '^Fyrir aftöku sína hinn þrettánda nóvember 1136 var Sigurður slembir látinn þola hryllilegar píslir. Rétt eins og Hrafnkatli Freysgoða vom honum ýmsir hlutir harla vel gerðir, en hann var snemma ofsamaður mikill og óeirarmaður. Honum var gefin sú dauðasök að hann var viðstaddur þegar Haraldur bróðir hans var drepinn. Þegar Slembir var loks tekinn höndum vildu höfðingjar drepa hann þegar, en þeir menn er grimmastir voru og þóttust eigi að reka harma sinna á honum réðu píslum hans, og voru þær held-ur en ekki hrottalegar. Eftir píslimar drógu þeir hann til trés og hengdu og hjuggu síðan af höfuðið. Sjá Heimskringla III. Bjami Aðalbjamarson gaf út (Reykjavík 1951), bls. 319-20, og rit Bjama Guðnasonar, Fyrsta sagan (Reykjavík 1978).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.