Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 127

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 127
Villa Sigurðar Þorsteinssonar Víkingur Gíslason. Nú er að segja frá tildrögum þess atburðar sem fyrirsögnin vísar til. Haustið 1950 fór Guðfinnur Jóns- son á Urriðavatni til Vestmannaeyja að undirbúa búferlaflutning sinn þangað. Hann hafði haft fjárbú sitt á Kálfsnesgerði, sem eru beitarhús frá Urriðavatni niður við fljót. Til að annast fjárgeymslu fyrir sig fékk hann Sigurð Þorsteinsson, fyrrum bónda á Kleppjámsstöðum í Tungu. Hann var þá 64 ára. Um fimmtudaginn 14. des. 1950 segir í dagbók minni sem þessi frásögn er byggð á: „Bylrytja fram í rökkur, þ.e.a.s. klukkan þrjú. Þá gerði vonskuveður sem stóð í nokkra klukkutíma.“ Þennan dag var Siggi að koma af „Gerðinu“, en svo voru húsin jafnan kölluð, og átti stutt eftir ófarið heim þegar veðrið versnaði. Hann hafði hrakið undan veðrinu og lenti um 150 metra innan við bæinn. Túngirðingarnar á Urriðavatni, efri og neðri, lágu fram í vatnið og voru þvert á leið hans. Sú neðri var á kafi, en yfir þá efri hafði hann stigið vitandi það að yfir girðingu þurfti hann að fara fyrst hann ekki hitti í hliðið; eftir það var fátt til að átta sig á. Þegar fólk á Urriðavatni fór að lengja Sigurður Þorsteinsson, Kleppjárnsstöðum. Ljósm.; Héraðsskjalasafn Austfirðinga, 92-70-1434. eftir Sigga fóru þeir feðgar, Jón og Ólafur, niður á Gerði en grípa í tómt. Heimkomnir hringja þeir strax á bæi að spyrja eftir Sigga og tilkynna þessa uppákomu. Verður öllum ljóst að vinda þurfi bráðan bug að því að hefja leit að honum. Klukkan fimm lögðum við þrír af stað frá Skógargerði, Björn Hólm á Rangá, Elís Pétursson, sem þar var vetrarmaður, og sá er þetta ritar. Við vorum allir á skíðum. Þá var garrinn farinn að ganga niður. Við fór- um rakleitt inn í Urriðavatn og fundum fljótt slóð Sigga yfir túnið en ekki var hægt að rekja hana eftir að kom yfir efri girðing- una. Um þessar mundir var komið sæmilegt veður en skammdegismyrkur og þykkt í lofti. Við sjáum þá til leitarmanna í öllum áttum. Við sjáum ljós inn á vatni, þar voru þeir Helgi á Helgafelli og Einar í Seli. Ann- að kemur út Kinnar, ofan við vatn. Þar voru Jón á Hafrafelli og Brynjólfur á Ekkjufelli á ferð. Þriðja kemur ofan frá Selás, þeir Einar Sigfinnsson á Hafrafelli og Sigbjöm kaup- maður. Við hittumst allir á Urriðavatni og drukkum kaffi. Þaðan fóru ellefu menn út eftir til leitar upp í ása, Urriðavatnsfeðgar með. Efra landið á Urriðavatni var afgirt þá fyrir nokkrum árum og væntum við þess að Siggi áttaði sig á þeirri girðingu þótt dimmt 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.