Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 129
Villa Sigurðar Þorsteinssonar
fellinu. Enginn þorði að hugsa þá hugsun til
enda hver yrðu afdrif Sigga í þessu veðri.
Það verður úr að við förum út í Flúðir sem
er ekki löng leið en móti veðrinu að sækja.
Okkur miðaði hægt, færðin afleit og
snjókoma mikil. Svo fór að við lentum
framhjá bænum. Þegar við komum að vegi
sem stóð upp úr snjónum var farið að rann-
saka málið. Kom þá í ljós vegprestur sá er
lengi stóð norðan við gömlu Rangárbrúna á
mótum Norðurlandsvegar og Tunguvegar
eystri. Nú voru allir vissir hvaða stefnu
skyldi taka en til öryggis var gengið með-
fram girðingu sem lá inn árbakkann heim
undir íbúðarhúsið. I Flúðir komum við kl.
rúmlega tvö og vöktum upp, vorum þá
búnir að vera á göngu í níu tíma.
Stefán Pétursson frá Bót og Laufey
Valdimarsdóttir, kona hans, byggðu þetta
nýbýli og byrjuðu að búa þar árið áður. Þau
komu á fætur og urðu hissa að sjá sjö fann-
barða menn á tröppunum. Þau tóku fork-
unarvel á móti okkur og komu með þær
veitingar sem fljótast var að framreiða um
nótt, brennivín, mjólk og brauð.
Eftir nokkum stans og hvíld á Flúðum
halda þeir heimleiðis Brynjólfur, Helgi,
Sigbjörn, Jón og Einar; þá var veðrið farið
að sljákka og þeir gátu fylgt veginum hver
heim til sín. Við Björn Hólm vorum á
Flúðum til afturbirtu en stutt var það og lítið
sofið og skyldi maður ætla að áhyggjur af
Sigga hefðu valdið. Um klukkan níu stigum
við á skíðin. Þá var komið þokkalegt veður
og byrjað að skíma. Stefán og Friðrik
Sigurjónsson, sem þar var til heimilis, fóru
líka til leitar.
Við Björn flýttum för inn á Hafrafellið
og fundum strax harðsporaslóð Sigga
vestan á fellinu. Lá hún upp að Rangá,
fremst í Bótartöngum. Þaðan út alla Tanga
og Bótarmýrar í stefnu á Bótarselið sem eru
beitarhús frá Bót á Selási ofan við Ærlæk.
Standandi til vinstri Agúst Þorsteinsson, þá Elís
Pétursson Urriðavatni og Helgi Gíslason Skógar-
gerði sitjandi.
Ljósm.; Héraðsskjalasafn Austfirðinga. 00-70-
1625.
Friðrik Sigurjónsson á Flúðum hafði kindur
á selinu þennan vetur. Þegar við nálguð-
umst selið kemur maður út úr húsi þar og
gengur niður brekkuna með stefnu á Bót og
þvert á leið okkar. Við bárum strax kennsl á
manninn að þar fór Siggi sá er við leituðum
að. Við hertum gönguna til hans í bjart-
sýniskasti yfir því að hafa heimt vin okkar
úr helju. Það skipti engum togum að Björn
beygði sig niður og Siggi klifraði upp á
herðar hans og skundaði Björn svo með
byrði sína fram og ofan í Flúðir. Þar spiluðu
þeir lomber langt fram á dag við Stefán og
Friðrik. Þeir sáu hvernig mál þróuðust í
127